Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 59

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 59
116 Rjómabúin í Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðar ættu að ganga í samband sín á milli. Ef til vill gæti þetta samband einnig náð til rjómabúanna í vestursýslupum. Formenn rjómabúanna ættu að gangast fyrir sameiginlegum fundi í þessu skyni, þegar á þessu vori. Verkefnið er nægilegt og gagnið líklegt. Lög fjelaganna eru nokkuð ólík í ýmsum þýðingarmiklum atriðum. Einnig vantar í sum þeirra ákvæði, sem reynslan hefur sýnt að nauðsýnlegt er að hafa, svo sem um starfsskyldu fjeiags- manna og um mælikvarðann fyrir ýmsum reksturskostnaði, greiðslu höfuðstóls og vaxta m. fl. Þetta ætti að lagfæra og samræma á sem heppilegastan hátt, og gæti sambandsfundur átt þar góðan hlut að rnáli. Sambandsfjelagið gæti, ef til vill, gefið upplýsingar um ýmsa þarflega nýbreytni og skýrt frá ýmsu því, sem góða raun hefur gefið með útbúnað og fyrir- komulag í starfsgreinum fjelaganna. Sambandsfjelagið ætti að útvega góðan geymslustað fyrir smjörið á útskipunarstað, líta eptir skiprúmi fyrir smjörið, velja úr útsölumönnum og semja um smjörsölu, útvega eptir- litsmann handa rjómabúunum, m. fl. Sambandið ætti vissulega að geta haft margvíslega þýðingu og vill tímaritið hvetja til þess að það komist á, sem fyrst, og að hlut að eigendur fari þar að dæmi Sunnlendinga, sem vel þykir gefast. S.J. Ritað í apríl 1907.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.