Andvari - 01.07.1960, Síða 6
ioö
JÓN STEFFENSÉN
aNdvaúi
lyrir satt, að eigna Bjarna athuganimar á heilsufari landsmanna. Honum er
veitt landlæhnisembættið sama dag og það er stofnað, 18. marz 1760, en 24.
septemher 1759 hafði hann tekið „attestats með efsta æru titli í læknis-listinni"
eins og Sveinn Pálsson orðar það í ævisögunni. Bjarni mun hafa tekið þetta
próf, examen medicum, eins og þá tíðkaðist í kyrrþey og vafalaust hjá prófessor
Balthasar Johan Buchwald, sem var aðalkennari hans. En lokaprófi í læknis-
fræði eða doktorsprófinu lauk Bjarni ekki. Kjömm landlæknis fylgdi frítt jarð-
næði eftir eigin vali og 800 ríkisdalir til að hýsa jörðina. Bjarni valdi Nes á
Seltjarnarnesi að ábýlisjörð, og þar var á næstu árum reist Nesstofan, sem enn
er við lýði, enda var hún mjög vandað hús á þeim tíinum og fór langt fram úr
áætlun að kostnaði, og greiddi ríkissjóður það. Árið 1763 gekk Bjarni að eiga
Rannveigu Skúladóttur, landfógeta, og bjuggu þau að Nesi þar til Bjarni lézt,
8. september 1779, sextugur að aldri. Þau eignuðust 7 börn, en aðeins 3 þeirra
komust á fullorðins ár og eignuðust afkomendur, Steinunn, sem átti Vigfús
Þórarinsson, sýslumann að Hlíðarenda, og var eitt harna þeirra Bjarni Thoraren-
sen skáld, Eggert prestur að Klausturhólum og víðar og Þórunn, kona Sveins
Pálssonar, læknis.
Það mun ckki of mælt, að öld sú, sem fóstraði Bjarna, er sú þungbærasta,
sem yfir þessa þjóð hefur gengið, og kennir það ljósast fram á fólksfjöldanum
og líkamshæð manna. f upphafi aldarinnar eða 1703 er fólksfjöldinn liðlega 50
þúsund samkvæmt manntali þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, og
eru þá nýafstaðin mikil harðinda ár, öll árin 1696—1702, sem vafalaust höfðu
fækkað þjóðinni talsvert. (Jón Steffensen, 1957). Síðar á öldinni kemst fólks-
fjöldinn aldrei aftur upp í 50 þúsund, en fellur tvívegis niður fyrir 40 þúsund,
eða eftir stóru hóluna 1707 og móðuharðindin 1783. Og líkamshæðin hefur
aldrei orðið minni en á 18. öldinni, en þá er meðalhæð karla um 167 sm., og
er þá farin að nálgast ískyggilega mikið meðalhæð hinna fornu Grænlendinga,
er þeir liðu undir lok. Svo ætla má, að mjótt hafi verið á mununum urn, að
íslendinga biðu sörnu örlög.
Orsakir mannfellisins voru sumpart drepsóttir, svo sem stóra bólan, sem
talin er að hafa hrifið á hurt um þriðjung þjóðarinnar, en athugun á mann-
fjölda línuriti yfir 18. öldina sýnir, að vegna mikillar viðkomu var þjóðin furðu
fljót að ná sér eftir slíkar blóðtökur, ef ekki kæmi annað til, hungurvofan, sem
fylgdi í kjölfar harðnandi veðráttu, og sveif hér yfir að staðaldri og steypti
sér yfir þjóðina hverju sinni, er bjargræðisvegirnir hrugðust, og liún var megin-
orsök þess, að íbúatalan rétti aldrei við aftur alla þá öld og ekki fyrr en á þriðja
tugi þeirrar 19. Og í hinum smáa líkamsvexti endurspeglast einnig vaneldið.
En þó að drepsóttir og hungurdauði hafi átt drýgstan þátt í mannfækkuninni