Andvari - 01.07.1960, Qupperneq 11
ANDVAItl
BJARNI PÁLSSON OG SAMTÍÐ HANS
105
bækumar, en í mörgum þeirra eru að vísu ráð, er eiga viS ófrískar og fæðandi
konur, og vera má, að einstaka prestar hafi átt erlenda Ijósmóðurfræði.
Það fer þó varla hjá því, að margur presturinn mun hafa fundið til þess,
að illa væri séð fyrir þeim parti ritualsins, sem tekur til yfirheyrslunnar, og
nami Ijósmæðra og að þörf væri á kennslubók í fræðum þeirra, svo þær hefðu
við eitthvað meira að styðjast en Guðs orð og reynslu eldri Ijósmæðra.
Það beið þó í liðlega hálfa öld frá gildistöku ritualsins, að Ijósmóðurfræði
a íslenzkri tungu sæi dagsins ljós, en það varð 1749 og er titill þeirrar bókar:
Sá niie yfersetukvenna Skole, eður Stutt undervísun Um Yfirsetu Kvenna
Konstena, Til Almennelegrar Nytseme Samanskrifaður í Dönsku, og Forbetrað-
Ur af Balthazar Johann de Buchwald. En aa Islendsku wtlagður Af . . . . Sr.
Vygfwsa Jons Syne.
A dönsku kom þessi bók út 1725, og segir þar, að hún sé ,,forfattet og
sammenskrevet" af Balth. Joh. de Buchwald, en raunar er hún aðeins þýðing
a bók eftir Floorn, sem var kunnur fæðingarlæknir, en hún kom út 1719.
(G. Norrie 1935, bls. 39). Að íslenzku útgáfunni reit Flalldór biskup Brynjólfs-
s°n langan formála, sem er á margan hátt lærdómsríkur, en þar segir meðal
annars: ,,En til að demonstrera þeim, er þykja yfirsetukonar vorar séu þeir
sjálfhyrgingar, að ei þurfi þær þessarar bókar við, þá er til dæmis það, að ég
hefi grant þekt þá yfirsetukonu er allstaðar að í kring var sótt og hafði þá ég
v,ð hana skildi, eftir hennar reikningi tekið við 300 börnum, og tók þó við
fleirum síðan; en ei bar hún vit til nokkra úrræða ef nokkuð vandasamt skyldi
UPP á koma. Onnur var og 70 að aldri, röslc sem önnur yngri og skýr í almennu
tali, er hafði tekið við 70 börnum; en í eitt skifti ég var nærstaddur hún sat yfir
^onu, og hún fann nokkuð óvenjulegt að bera, benti hún mér og í hljóði bað
mnilega ég segði hvað það væri, sem ei var annað en lækurinn, harður og
kaldur, þ ví bamið lá á grúfu yfir skálinni og var þegar látið. En undir eins ég
sagði henni hvert handtak hún skyldi brúka, eftir sem ég hafði lært af Phara-
,uundi Rumelii Libro de Phalaia Microcosmi, og hún hafði það gjört, fæddist
^arnið þar strax eftir.“
Því miður hef ég ekki getað haft upp á bókinni, sem biskup vitnar til,
°§ get því ekki gert inér grein fyrir hvert handtakið var, en það má hafa verið
m]óg einfalt, því skilningsgóð hefur ljósmóðirin naumast verið, hafi hún kom-
lzt hjá að þekkja naflastrenginn eftir að hafa tekið á móti 70 börnum. —
Ln biskupinn hefur sýnilega tekið sér þá lærðu doctores medicini til fyrir-
myndar þá þeir segja ólatínulærðum bartskerum fyrir verkum, cn snerta ekki
á bcim sjálfir.
Síðan heldur formálinn áfram: ,,AIIt hvað ég hafði nú sem optar for-