Andvari - 01.07.1960, Page 20
114
JÓN STEFFENSEN
ANDVARI
ere og de lleste ej i stand til at sig det; det heder da: Faae vide umælendes
meen og det hielper ikke at söge raad for börnenes sygdomme." (Lit. li, No. 1).
Þessi vantrú á að hægt sé að hjálpa veikum ungbörnum er enn við lýði á dög-
um Sehleisners og Jóns Finsens, því þeim ber saman um, að læknis sé mjög
sjaldan vitjað til ungbarna. Samkvæmt útreikningi Schleisners þá fæðast hér
sízt fleiri börn andvana en í Danmörku um miðbik 19. aldar og ekki líklegt, að
það hafi verið öðruvísi á 18. öldinni, svo andvana fædd börn eiga lítinn þátt í
ungbarnadánartölunni, og ég tel, að líku máli gegni um umferðasjúkdómana,
því ungbörn eru yfirleitt ónæmari lyrir þeim en þau sem eldri eru. En þegar
haf t er í huga, að a 18. öldmni og raunai lengst af þeirri 19. voiu bóin naumast
höfð á brjósti, nema önnur mjólk væri ófáanleg, heldur oftast alin upp á óbland-
aðri kúamjólk og hún jafnvel blönduð rjóma, þegar vel átti að gera til barn-
anna, og að þau sugu hana upp úr aski með fjöðurstaf, og að miður þriflegar
dúsur voru í hávegum hafðar, þá má fara nærri um, að meltingarkvillar hafa
verið aðalorsökin til liins mikla ungbarnadauða þá.
Bjarni Pálsson lætur liggja að því i ferðabókinni, að of mikið og mengt
fæði sé ein orsök ungbarnadauðans, og hann nefnir dæmi þess, að kona hafi
misst öll sín börn, sem alin voru á mjólk úr kúm, er aldar voru á fiskúrgangi,
en það barn lifði, sem konan neyddist til að hafa á brjósti, vegna þess að kúa-
mjólk vantaði. Ég hef þó ekki getað fundið ótvíræðar heimildir fyrir því, hvað
Bjarni hafi talið bezta ungbarnaviðurværið, en telja má líklegt, að hann hati
verið sama sinnis og Jón Pétursson (Lækningabók) og Sveinn Pálsson (L. L. F. R-
XV) og talið brjóstamjólkina það ákjósanlegasta. Og Jóni Péturssyni hefur
verið vel ljós orsök ungbarnadauðans, því í lækningabók sinni kemst hann svo
að orði um búkhlaup barna: ,,Meðal allra barnasjúkdóma hér á landi, er enginn
almennari en þessi og úr honum deyja börn sífellt, livar í allar mér meðdeildar
skýrslur geistlegra eru samhljóða" (bls. 14—15) og um orsökina segir hann
„of þung, of mikil og ísköld mjólk eru hér til stærsta orsök, sem engum þarf
að virðast undarlegt, því þótt börnin séu þegar orðin veik, þá eru mæður og
fóstrur á hverju augnabliki að neyða þau til að drekka þá kostmestu mjólk, sem
þeim er skaðlegust" (bls. 15). En um undirtektir almennings við ráðleggingar
sínar um ungbarnauppeldi farast Jóni svo orð: „Þó þeirn sé sýnt hvern ávöxt
það færi, að gefa ungbörnum bláysta mysu, en spara við þau mjólk; gjöra þcii'
sig glaða yfir þess háttar fortölum, undir eins og þeir koma í sinn hóp, án þess
að bregða hið minnsta sínum gamla vana, sem þeim þykir liinn sæmilegasti-
Yfir svo furðanlegu smekkleysi og fordjörfuðum þeinkingar hætti klagaði opt-
liga vor góði landphysikus sálugi Bjarni Pálsson." (L. L. F. R. XI, 166—167). Og
enn heldur Jón áfram: „Börnum og unglingum óska allmargir dauða; nokkrir