Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Síða 30

Andvari - 01.07.1960, Síða 30
124 ÖRNÓLFUR TIIORLACÍUS ANDVARI vegar fimm tám eða fingrum, svo sem upprunalegt er með spendýrum. Af þessu leiðir, aS þróun prímatanna liefur aldrei staSnaS á braut sérhæfingar, þeir hafa jafnan getaS aSlagazt breyttum aSstæS- um, sem eyddu dýrum, er sérhæfzt höfðu um of að kröfum hins fyrra umhverfis. Öll viðleitni okkar til að rekja þróunar- sögu lifandi vera er reist á tvennu: ann- ars vegar á athugunum á leifurn löngu dauðra lífvera -— steingervingum — en hins vegar á samanburði á líkamsgerð nú- lifandi, skyldra dýra. Því miSur er óvenjufátt steingervinga þckkt l’rá prímötum. Meðfram stafar þetta af því, að prímatar eru rnargir og liafa verið skógardýr, en jarðlög þau, sem við sækjum steingerðar leifar hryggdýra í, eru sjaldnast til orðin á skógarsvæðum. Mikill hluti þróunarsögu prímata hefur farið fram í hitabeltislöndum, en þar hefur fátt steingervinga fundizt frá þcim tímum, sem hér um ræðir. Loks má benda á það, að oft þekkjum við til aldauða merkurdýra vegna þess, að þau hafa sokkið í dý og leifar þeirra síðan geymzt. Prímatarnir, að minnsta kosti hinir æðri, eru greindar skepnur og álpast ógjarna út í fen og ófærur. Þess vegna hefur einnig fátt geymzt af leifum prímata, sem lifðu á jörðu niðri. Þegar Darwin og samtímamenn hans beittu þróunarkenningunni til að skýra uppruna manna, voru forfeður mann- kyns nær engir þekktir, svo að flest rökin um þróun mannsins voru sótt í athug- anir á núiifandi prímötum, og vitanlega einkum þeim, sem skyldastir eru okkur — mannöpunum. Núlifandi prímatar skiptast í tvo undir- ættbálka: annars vegar í hálfapa, en hins vegar í apa og menn. Hálfaparnir eru frumstæðastir prímata, standa um margt nálægt skordýraætum. Þeir eru lítil klif- urdýr með langa rófu, hvöss eyru og oft- Lemúr. ast með langt trýni, svipað hundstrýni. Þeir eru mest á ferli á nóttunni og hafa því stór augu. Hálfaparnir lifa á hita- beltissvæðum Afríku og Asíu, en eru einkarmargir og fjölhreytilegir á Mada- gascareyju. Þar hefur margt frumstæðra dýra lifað fram til vorra daga. Hálfapinn Tarsius, frá Austur-Indíum, stendur á mun hærra þroskastigi en aðrir hálfapar, og er oft fiokkaður sér í undir- ætthálk á milli apa og hálfapa. Hinir eiginlegu apar skiptast í tvo hópa: suður-amerísku apana — apa hins nýja heims — og apa hins garnla heims, sem um ýmsa hffæragerð eru hvorir öðrum frábrugðnir. Æðstir apa hins gamla heims eru mannaparnir: górilla, simpansi og órangútan, og eru þeir náskyldir mönn- um. Aldauða apar. Miðöld jarðsögunnar, sem lauk fyrir um hundrað milljónum ára, var öld skrið- dýranna. Þá lifðu tröllauknar stóreðlur a landi, í lofti, í sjó og vötnum. Er á leið miðöld fór að bera á frumstæðum spen- dýrum, sem smárn saman ruddu sér til rúms, er stóru skriðdýrin dóu út. í lok miðaldar voru fram komnir fulltrúar lielztu ætthálka spendýra. Frá paleósenskeiði, fyrsta skeiði tertíer- tímabilsins, sem kom næst á cftir mið- cild, þekkjum við steingerða hálfapa. Af þeim eru svo hinir eiginlegu apar komnir, bæði í nýja og gamla heiminum- Suður-Ameríka var ekki í tengslum við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.