Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1960, Qupperneq 32

Andvari - 01.07.1960, Qupperneq 32
126 ÖRNÓLFUR THORLACÍUS andvari önnur lönd á meginhluta tertíertímabils, enda þróuðust aparnir þar eftir sínum eigin leiðum og hafa aldrei blandazt öp- um hins garnla hcims. Af öpum gamla heimsins þróuðust síðan mannapar og menn. Við þekkjum steingervinga nokk- urra apa frá ýmsum skeiðum jarðsög- unnar, hinn elzti er frá ólígósenskeiði og fundinn í Egyptalandi. I Evrópu, Asíu og Afríku hafa fundizt leifar frumstæðra apa, eikarapanna, Dryopithecus. Leifar þessar eru frá síðustu skeiðum tertíer- tímabils: míósen og plíósen. Mestmegnis hafa fundizt tennur og kjálkar, en úr þeim má lesa einkenni, sem í senn minna á górillu, simpansa og mann. Eikarap- arnir voru fremur ósérhæfðar skepnur, sem staðið hafa nærri sameiginlegum uppruna mannapa og manna, þó nær öpunum og líklega næst simpansanum. Beinast liggur við að ætla, að þróun rnanns frá öpum hafi hafizt með því, að forfeður manna hali leitað niður á jörð, en aparnir þróazt áfram í trjánum. En nú er svo að sjá, sem þróunarbrautir manna og mannapa hafi kannski greinzt á jörðu niðri og mannaparnir seinna leitað upp í trén. Árið 1948 fannst í Austur-Afríku, við Viktoríuvatn, steingerður api, sem hlaut nafnið Proconsul. Síðan hafa fleiri leifar Proconsul-apa fundizt á svipuðum slóðum. Proconsul mun hafa lifað um mitt tertíer- tímabilið og er elzta dýr, sem menn þekkja og kalla mætti mannapa. Aldur steingervinganna hefur verið áætlaður kringum tuttugu milljónir ára. Það koin mönnum nokkuð á óvart, að Proconsul var mun „mannlegri“ í sumum einkenn- um en mannaparnir og þekktir yngri fyrirrennarar þeirra, svo sem eikaraparnir. í öðrum atriðum brúaði hann hins vegar bilið milli mannapa og lægri apa. En það, sem athyglisverðast þótti hjá Pro- consul, var, að hann hefur ekki klifrað í trjám, heldur hlaupið um sléttuna á fjórum fótum eða ef til vill gengið bálf- uppréttur. Ef Proconsul er, svo sem rnargir ætla, forfaðir manna og mannapa, eða nákom- inn slíkum forföður, eru bæði menn og mannapar kornnir af sléttudýrum og margt í líkamsgerð mannapanna, svo sem klifurarmar og klifurfætur, sérhæfing, sem leiðir af lífi þeirra í trjánum, — sér- hæfing, sem forfeður manna hafa ekki búið yfir. Hálfmenn. A sömu slóðum, sem sléttuapinn Pro- consul reikaði fyrir tuttugu milljónum ára, hafa fundizt leifar undarlegra skepna, sem kalla mætti hálfmenn. Idin fyrsta þessara frumstæðu mannvera — eða þroskuðu apa — fannst árið 1924 í tertíer- lögum í Taungsfjöllum í Suður-Alríku. Þetta var höfuðkúpa barns, sem í ýmsu líktist höfuðkúpu af ungviði gorillu eða simpansa, en vantaði hinar stóru bein- brúnir yfir augun, sem einkenna mann- apana, og svo var heilabúið eitthvað stærra. Apa- og mannabörn eru miklu líkari en foreldrar þeirra, svo að ekki urðu nema takmarkaðar ályktanir dregnar af þessum fyrsta fundi. Raymond Dart, próf- essor í líffærafræði í Johannisburg, rann- sakaði höfuðkúpuna og gaf verunni nafnið Austrálopithecus africanus, hinn afríski suðurapi. Hann taldi barnið tengi- lið manna og mannapa — hálfmann — en fæstir vísindamenn féllust á þessa tiT gátu, heldur meintu, að þetta hefði bara verið forfaðir simpansa eða górillu, og hæddust að Dart, unz hann þreyttist og lét málið falla niður. Skozkur læknir og steingervingafræð- ingur, Robert Broom, sem starfaði að lækningum og rannsóknum í Suður- Afríku, tók síðan upp merki Darts. Hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.