Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1960, Page 34

Andvari - 01.07.1960, Page 34
128 ÖRNÓLFUll THORLACÍUS ANDVAIU gról' víða í Suður-Afríku upp bein hálf- manna. Síðar gerðist bandarískur stein- gervingafræðingur, John Talbot Robin- son, félagi Brooms í leitinni að leifum hálfmanna. Eftir dauða Brooms, 1951, hélt Robinson leitinni áfram einn. Nú eru þekkt bcin margra hálfmanna, og þykir augljóst, að þessar verur hafa um þroska staðið framar öllum þekktum mannöpum. Það vakti mikla athygli, er það varð ljóst af mjaðmarbeinum bálf- manna, að þeir hafa gengið uppréttir. Hálfmennirnir eru elztu verur, sem við þekkjum, er kalla mætti menn. Af dýrabeinum, sem með hálfmönnum hafa fundizt, má ráða, að þeir hafi verið uppi seint á tertíertíma, hinir elztu fyrir tveim milljónum ára, en hinir yngstu fyrir tæp- lega milljón árum. Þeir hafa lifað í hell- um og á sléttum Suður-Afríku. Ekki er vitað til, að þeir hafi gert sér nein vopn, en eftir útliti beina veiðidýra þeirra að dæma hafa þeir beitt því, sem hendi var næst: beinum eða steinum, til að drepa bráðina. Á einum stað hafa fundizt dýrabein í öskubrúgu hjá beinum hálf- manna, þetta bendir til þess, að þeir hafi kunnað með eld að fara. Á liðlega milljón ára þróunarsögu hálf- manna getum við gert okkur í hugar- lund, á hvern hátt maðurinn hefur smám saman komið fram á sviðið undir lok tertíertíma. Sléttuapar, svipaðir Proconsnl, temja sér gang á tveimur fótum. Þegar fram- limanna er ekki lengur þörf við að flytja dýrið úr stað, getur það beitt þeim á allt annan hátt en áður — höndin verður til. Með tilkomu handarinnar hefst nýr kafli í þróunarsögu mannsins. Elann fer að nota verkfæri, í fyrstu aðeins það, sem hann finnur tilbúið — bein veiði- dýra og steinhnullunga —, en löngu síðar fer hann að móta þessi tæki: höggva og brjóta til steinflísar og bein. Svo langt befur hálfmaðurinn trúlega ekki komizt, að minnsta kosti þekkjum við engin merki þess. Idönd og heili þróast saman. Ileili hálfmanna var litlu stærri en heili nú- tíma mannapa. Þróun heilans yfir apa- stigið hefst sem sagt ekki fyrr en höndin er orðin til. Fyrsta skrefið frá apa til manns var ekki þróun heilans, heldur þróun lendanna — hinn upprétti gangur. Tegundir hálfmanna hafa hlotið ýmis nöfn frá vísindamönnum, svo sem Austra- lopithecus, Plesianthro-pus, Paranthropus, Telanthropus og Africanthropus. Margir hallast að því, að allar þessar nafngiftir eigi sér lítinn rétt, hálfmennirnir séu hver öðrum ekki frábrugðnari en svo, að rétt væri að kalla þá alla tegundir sömu ættkvíslar. Af því, sem hér stendur, mætti ráða, að vagga mannkyns hafi staðið í Suður- Afríku. Sú er og skoðun margra fræði- manna. Aðrir benda á, að við þekkjum svo fáar leifar frummanna, að ekki verði úr því skorið með neinni vissu, hvort þessir, sem við þekkjum, séu forfeður okkar. Hálfmenn geti til dæmis hafa verið víðar til en í Afríku og kannski liafi þeir orðið til annars staðar, eða þróazt annars staðar í menn. Hálfmenn þeir, sem við þekkjum, eða að minnsta kosti hinir yngstu, voru fullseint uppi til að ættir manna geti verið af þeim runnar. 1 Suðaustur-Asíu hafa fundizt miklar leifar frumstæðra manna, svo sem nánar verður getið um síðar. Margir telja mestar líkur þess, að þar sé upphafs mannkyns að leita. Jötnakyn. í kínverskum lyfjabúðum rnátti lengi kaupa „drekatennur" og „drekabein" til bóta ýmsum meinum. Um síðustu alda- mót vaknaði áhugi vestrænna vísinda- manna fyrir leifum kínverskra dreka, enda

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.