Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.07.1960, Qupperneq 40

Andvari - 01.07.1960, Qupperneq 40
134 ÖRNÓLFUR THORLACÍUS ANDVARI Heidelbergháskóla, gaf eiganda kjálkáns nafnið Homo heidelbergensis, Heidel- bergmaðurinn. Kjálkinn hefur síðan valdið náttúrufræðingum miklum heila- brotum. Heidelbergmaðurinn er elzti Evrópumaðurinn, sem við þekkjum, en með því að ekkert er þekkt til bans ncma einn neðri kjálki, höfum við bara takmarkaða þekkingu um útlit bans og þroskastig. Helzt hallast menn nú að því, að hann sé í ætt við apamennina frá Asíu, og ætti því að teljast til ætt- kvíslarinnar Pithecanthropus eða sér- stakrar ættkvíslar (eða apamennirnir að austan að bera nafnið Homo erectus, hinn upprétti maður). Nýjustu aldursákvarðanir benda til, að apamennirnir frá Asíu séu yngri en I Ieidelbergmaðurinn. Því miður hefur vísindamönnum ekki lánazt að finna frekari leifar þessa merkismanns. í síðari heimsstyrjöld voru gerðar fjöldagrafir fanga úr þýzkum fangabúð- um í grennd við Heidelberg. Að stríðinu loknu voru líkin grafin upp. Þá rákust vcrkamennirnir á hauskúpu, scm enginn líkami fylgdi, einmitt í sömu lögum og Eleidelbergmaðurinn fannst eitt sinn í. Þeir óttuðust, að þeir fengju bágt fyrir, ef upp kæmist, að vinnubrögð þeirra væru svo slæleg, að þeir týndu heilum mannsskrokkum, svo að þeir eyðilögðu hausinn. 1953 barst einhver kvittur af þessu út, og vísindamaður frá Göttingen náði í brot úr höfðinu, en hann gat að- eins ákvarðað, að þarna væri um stein- gerving að ræða, en ekki fórnarlamb þriðja ríkisins. N eanderdalsmaðurinn. Þegar sígur á seinni hluta ísaldar, lýkur fyrri fornsteinöld í Evrópu. 1 jarÖlögum frá síðasta lilýviðrisskeiði verður vart nýrra gerða steinverkfæra — tinnan er betur höggvin en áður og með öðru lagi. Þetta mcnningarskeið, miðfornsteinöld, helzt síðan langt frarn eftir síðustu og lengstu ísöldinni — Wúrmísöldinni. Menn hinnar fyrri fornsteinaldar eru að mestu óþekktir, en á mönnum mið- fornsteinaldar kunnum við sæmileg skil. Með verkfærum frá þessum tíma hafa fundizt leifar frumstæðrar manngerÖar, Neanderdalsmanna. Lltbreiðsla Neander- dalsmanna, svo sem við þekkjum hana, fellur sæmilega sarnan við útbreiðslu miðfornsteinaldarleifa, svo að fullvíst verður að teljast, að miðfornsteinöld sé menningarskeið Neanderdalsmannsins. Milli Dússeldorf og Wuppertal í vestan- verðu Þýzkalandi liggur smádalur, sem nefnist Neandcrthal. Fyrir liðugum Iiundrað árum — árið 1856 — fannst hauskúpa í dalnum, er verið var að nema þar kalk. Höfuðið bar það með sér, að eigandi þess hefur verið frábrugðinn öll- um mönnum, sem nú lifa. Ennið var lágt og stór beinbrún yfir augum, kjálkarnir sterklegir, cn hakan lítil. Þróunarsinnar töldu þarna sönnun fengna fyrir þróun mannsins, en and- stæðingar þeirra gáfu ýmsar skýringar á fyrirbærinu. Algengust var sú skýring, að um vanskapaðan hálfvita væri að ræða. Leifar þessara frumstæðu manna fund- ust smám saman víðar, svo að brátt var auÖséÖ, að þarna væri raunverulega um frumstæða manngerð að ræða: Homo neanderthalensis, Neanderdalsmanninn. Leifar Neanderdalsmanna eru flestar fundnar í Vestur-Evrópu, einkum í Frakk- landi. Auk þess eru þekktar leifar hans hér og þar urn Suður- og Suðaustur- Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs, fra Gíbraltar í vestri til Palestínu í austri. Himn hefur fundizt á einum stað sunnan Miðjarðarhafs: handan Gíbraltarsunds, i Tangier í Marokkó. Annars hefur hans ekki orðið vart í Afríku. Að norðaustan hafa líkamsleifar Neanderdalsmanna eigi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.