Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1960, Side 49

Andvari - 01.07.1960, Side 49
andvaui FARARTÁLMl 143 við hverja atrennu. Loks stóð hann t'astur. ÖkumaSurinn setti í frígír, kom út og athugaði skaflinn. - Þetta hefst, sagði hann. - Verst er að vélin er að gefa sig. Það cru kertin. Við mokuðum undan jeppanum og náðum honurn lausum, en hann virt- ist ekki hafa kraft til þess að kljúfa skaflinn. — Er þetta ekki tilgangslaust? spurði ég. — Heldur hvað? — Snúa við. — Of seint. — Það er betra að halda undan. — Hérna uppi á brekkunni er sæluhúsið. — Og hvað með það? — Við getum hvílt okkur þar og þú símað. — Til hvers að sírna? — Láta vita að þú sért lifandi. — En um þig? — Það spyr enginn um mig. — Ertu ekki kunnugur niðri í þorpinu? — Ekki lengur. — Heldurðu að það sé hægt að komast suður af, el við naum haheiðinni? — Tel það líklegt. — En við náum aldrei suður í kvöld. — Kannski ekki. — Hvar eigurn við þá að halda jólin? — I sæluhúsinu, ef ekki býðst betra. — Við höfum engin kerti. — Þau eru kannski til í húsinu. Þetta er nýmóðins sæluhús. Eftir mikið og langætt skark komumst við út úr skaflinum. Það reyndist ekki nema löl á vcginum, þegar ofar dró. En vélin var að gefast upp. Jeppinn úrattaðist áfram mcð hvíldum og þannig náðurn við hábrúninni. Þar náði stornrurinn sér og jós yfir okkur mjallrokinu. Llægt, örhægt þumlungaðist JePpinn áfram eftir beinurn og sléttum veginum. Ég heyrði gegnum hríðina, hvernig maðurinn dekraði við vélina og reyndi að halda lifandi a allkveiki hennar. Ut úr sortanum kom sæluhúsið, eins og bratt ris, sem hvolft hefur verið ú jörðina og skilið eftir.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.