Andvari - 01.07.1960, Side 50
144
ÞÓliLLIFUU liJAliNASON
ANDVAliI
Vélin drap á sér og við komum licnni ckki aftur í gang. Við reyndum
að ýta jeppanum, en hann mjakaðist hægt áfram.
— Við skiljum hann hér eftir, sagði ég.
— Betra að koma honum í skjól.
— Þetta er ekki nema nokkra faðma frá húsinu.
— Þægilegra að vita af honunr fyrir utan vegginn.
Við tókum skorpur, komum honum spölkorn áfram og hvíldum okkur svo.
Það var orðið myrkur, þegar við höfðum komið honunr í skjól við sælulrúsið.
Nú nrundu húsmæðurnar niðri í þorpinu vera að elda jólagrautinn og
ganga frá steikinni, og bráðunr yrði hringt til aftansöngs. Það var kirkja í
kauptúninu og sjálfur presturinn átti þar heinra. Á bæjununr sunnan heiðar-
innar væri gjöfum lokið, og kindununr hefði verið gefið ívið nreira og betra
en venjulega, vegna þess að það var aðfangadagskvöld. Nú væru þar ljós í
hverjum kinra og börnin stripluðust unr hálfnakin og biðu eltir að sjálf jólin
kænru.
Við gengum að dyrum sælulrússins og tókunr járnið úr lrespunni fyrir
vængjahurðinni. Innri dyrnar voru ólæstar og við konrunr inn í þröngt en
vistlegt anddyri. Nokkrir snagar voru á veggnunr hægra nregin við dyrnar í
skálann, þar senr ætlazt var til að gestir lrengdu hlífðarföt sín. Við smeygðunr
okkur úr stígvélununr og gengunr inn í skálann. Hann var allstór með lofti
yfir, en brattri súð upp undir loftið. Út við súðina beggja nregin voru breiðir
bálkar til þess að sofa á og þar lágu samanbrotin teppi. Franrmi við dyrnar var
kolaeldavél, og við hlið hennar stóð kassi hálfur af kolunr. Skanrnrt þar fra
var olíuvél, og það reyndist vera olía á henni og við kveiktum á henni. Hún
ósaði nrikið í byrjun og við vorunr góða stund að ná jöfnunr og góðunr loga-
Það dró strax úr kuldanepjunni inni.
Fylgdarmaður minn sneri sér svo að eldavélinni, fann uppkveikju og var
fljótur að koma upp eldi.
Hríðin lét hátt á bárujárninu yfir risinu. Því var líkast senr blaut húð
væri dregin eftir þakinu, eins og segir frá í þjóðsögum.
Sínrinn lrringdi. Eg hafði ekki tekið eftir honum. I lann var í járnskápi
franrmi við dyrnar. Hann lrringdi í sífellu.
— Svaraðu, nraður, sagði Gunnsteinn, þar senr lrann bograði við elda-
vélina. — Þetta er til þín. Hvar skyldu kertin vera? Spurðu eftir kertunum,
ef við skyldum reyna að verða börn aftur.
— Erum við ekki alltaf börn, án þess að vilja það?
— Okkur tekst það ekki, jafnvel þó við viljum það. En svaraðu í sínranir-
Þetta hlýtur að vera til þín.