Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 56
150
ÞÓRLEIFUR BJARNASON
ANDVABX
— Ekki svo að ég þekkti liana ekki. En hverjir breytast ekki og það xí
styttri tíma?
- Og ennþxi vildi hún ekki koma?
— Elún vildi vera lijá manni sínum og annast hann.
— Idafði líka tekið að sér móðurhlutverkið gagnvart honum? sagði ég.
— Það er veikleiki konunnar að fórna sér, en líka stolt hennar.
— Og þú fórst?
— Ég hafði lokið erindi minu í þetta skipti.
Við lögðumst fyrir og breiddum yfir okkur teppin. Svo lágum við lengi
þegjandi, og ég hélt hann væri sofnaður. Ég slökkti á öllum lömpununr nema
einum. Þá hringdi síminn.
Það var stöðvarstjórinn.
Jú, okkur leið ágætlega. Hann sagði að veðurspáin væri betri. Elvernig
veðrið væri á heiðinni?
— Fer batnandi, sagði ég.
Það var orðið bjart veður í byggð og hafði ckki fennt mikið.
— Leiðinlegt að vita af ykkur þarna, sagði hann og bauð góða nótt.
Ég sá að félagi minn var vakandi og hlustaði eftir samtalinu. Hann reis
snögglega á fætur, klæddi sig í jakkann og fór út. Ég heyrði liann opnaði úti-
hurðina og fór á eftir honum. Bjart var í háloftið og bjarmaði af snjóbreið-
unni í myrkrinu. Það skóf ekki lengur. Hann gekk niður fyrir húsið, og ég
heyrði að hann opnaði vélarhlífina á jeppanum. Innan lítillar stundar kom
hann aftur fyrir húshomið.
— Ég held það verði allt í lagi með jeppann, sagði hann. — Við förum
svo af stað undir birtinguna og ættum að komast suður upp úr hádeginu.
— Til þess að bíða þar, sagði ég.
Hann smeygði sér úr óreimuðum stígvélunum, gekk inn í skálann og
klæddi sig úr jakkanum.
— Til þess að bíða, segirðu. — Já, hvers virði væri þetta allt saman, ef
við biðum ekki alltaf eftir einhverju, jafnvel því, sem við vitum að aldrei
kemur?
Eftir nokkra stund heyrði ég, að hann var sofnaður.
Hann hafði slökkt á olíuvélinni, en bætt kolum í eldavélina. Þar logaði
glaður eldur.
Nú mundu börnin niðri í byggðinni vera orðin uppgefin að ganga kring-
um jólatréð og reyna að halda sér uppi við að skoða allar gjafirnar. Innan
nokkurra daga byrjuðu þau svo að bíða cftir næstu jólum.