Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 56

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 56
150 ÞÓRLEIFUR BJARNASON ANDVABX — Ekki svo að ég þekkti liana ekki. En hverjir breytast ekki og það xí styttri tíma? - Og ennþxi vildi hún ekki koma? — Elún vildi vera lijá manni sínum og annast hann. — Idafði líka tekið að sér móðurhlutverkið gagnvart honum? sagði ég. — Það er veikleiki konunnar að fórna sér, en líka stolt hennar. — Og þú fórst? — Ég hafði lokið erindi minu í þetta skipti. Við lögðumst fyrir og breiddum yfir okkur teppin. Svo lágum við lengi þegjandi, og ég hélt hann væri sofnaður. Ég slökkti á öllum lömpununr nema einum. Þá hringdi síminn. Það var stöðvarstjórinn. Jú, okkur leið ágætlega. Hann sagði að veðurspáin væri betri. Elvernig veðrið væri á heiðinni? — Fer batnandi, sagði ég. Það var orðið bjart veður í byggð og hafði ckki fennt mikið. — Leiðinlegt að vita af ykkur þarna, sagði hann og bauð góða nótt. Ég sá að félagi minn var vakandi og hlustaði eftir samtalinu. Hann reis snögglega á fætur, klæddi sig í jakkann og fór út. Ég heyrði liann opnaði úti- hurðina og fór á eftir honum. Bjart var í háloftið og bjarmaði af snjóbreið- unni í myrkrinu. Það skóf ekki lengur. Hann gekk niður fyrir húsið, og ég heyrði að hann opnaði vélarhlífina á jeppanum. Innan lítillar stundar kom hann aftur fyrir húshomið. — Ég held það verði allt í lagi með jeppann, sagði hann. — Við förum svo af stað undir birtinguna og ættum að komast suður upp úr hádeginu. — Til þess að bíða þar, sagði ég. Hann smeygði sér úr óreimuðum stígvélunum, gekk inn í skálann og klæddi sig úr jakkanum. — Til þess að bíða, segirðu. — Já, hvers virði væri þetta allt saman, ef við biðum ekki alltaf eftir einhverju, jafnvel því, sem við vitum að aldrei kemur? Eftir nokkra stund heyrði ég, að hann var sofnaður. Hann hafði slökkt á olíuvélinni, en bætt kolum í eldavélina. Þar logaði glaður eldur. Nú mundu börnin niðri í byggðinni vera orðin uppgefin að ganga kring- um jólatréð og reyna að halda sér uppi við að skoða allar gjafirnar. Innan nokkurra daga byrjuðu þau svo að bíða cftir næstu jólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.