Andvari

Årgang

Andvari - 01.07.1960, Side 71

Andvari - 01.07.1960, Side 71
andvari KONAN SEM LÁ ÚTI 165 taka stefnuna hærra til hlíðarinnar heldur cn svo að hún væri miðuð við þann stað er við fastast horfðum á. En enn einu sinni barst út í kvöldkyrrðina þetta daufa hljóð, sem minnti á umkvörtun barns. Orðaskil urðu ekki greind frekar en áður, og kannski var það vegna beygsins, sem setztur var að í hugum okkar, að nú fannst mér þessi rödd, sem virtist kalla þreytt úr löngum fjarska, með meiri von- leysisblæ en áður. Við sáum manninn sunnan árinnar stinga snöggt við fótum, h'kt og til að átta sig og taka síðan á rás til þess staðar sem athygli okkar hafði beinzt að. Hann bar mjög hratt yfir. Okkur hjónunum hafði báðum dottið 1 hug sá möguleiki og minnzt á hann okkar í milli, að hér gæti verið um Krist- ínu að ræða og að hún hefði dottið og meitt sig á leið sinni utan frá Refsstöðum þennan sarna dag. Okkur var því háðum orðið órótt hennar vegna, þó við værum víðsfjarri því að geta til hins rétta. En við vissum að málið var nú í öruggum hönd- um, þar sem Stóra-Ássmenn voru komnir til sögunnar, hvað sem hér væri um að raaða. Varð ég nú að fara að sinna verk- um mínum ógerðum frá deginum, en Inga, konan mín. ætlaði að halda sam- bandi við Stóra-Ás og frétta hvað það væri sem hér var að gerast. Ég kom skömmu síðar inn og mætti Ingu í dyrunum. Sá ég að hcnni var brugðið, en því sem hún sagði mér neit- aði ég að trúa í fyrstu. Hiin sagði: Þetta var Stína, — og hún er búin að liggja þarna í fimm dægur. II. Þegar Kristín kvaddi mig, sem þcnnan þátt skrifa, að morgni mánudagsins sjö- nnda febrúar, sem áður getur, við ferju- staðinn undan Bjarnastaðatúni, tók hún þegar stefnuna á göturnar milli Stóra-Áss °g Sigmundarstaða. Vegna kvíslar sem þar er á leið, gat hún ekki farið beint út með ánni, heldur gekk hún sem næst fyrir upptök kvíslarinnar og er það ekki mikill krókur. Ekki hafði hún með öllu náð þeirri götu er hún ætlaði sér, er það bar við að henni skrikaði fótur á örlitlum svellhletti undir snjó. Hún féll við, og henni virtist þetta litil bylta. Hún dreif sig þegar á fætur og steig áfram tvö eða þrjú skref, en hneig þá niður aftur. Freist- aði hún þess að rísa enn á ný, en þá hrá kynlega við: hún fékk með engu móti komið fótum fyrir sig. Neituðu þeir með öllu að hlýða vilja hennar og það svo að hún fékk ekki einu sinni komizt á kné, nema til þess cins að hníga jafnóðum út af aftur. Til nokkurs sársauka fann hún þegar í vinstri fæti og lagði þann sársauka strax mjög upp í mjöðmina, en þó ckki svo að henni fyndist það næg ástæða til þessa magnleysis. Var þetta og ekki síður líkt því sem dofnað hefði fóturinn eða jafnvcl báðir. Gerði hún, svo sem nærri má geta, margar og ítrekaðar tilraunir til þess að rísa á fætur og hreyfa sig til, milli þess sem hún beið þess róleg að þetta jafnaði sig og liði frá. En þar kom þó. innan stundar, að hún gerði sér ljóst, að öll slík bið og allar tilraunir mundu eng- an árangur bera, og það með að héðan myndi hún ekki komast af eigin ram- leik. Hún taldi þó enganveginn örvænt um skjóta hjálp. Þaðan sem hún lá, gat hún séð heim að tveim bæjum ofan ár, Kirkjubóls og Bjarnastaða, og leiðin milli þeirra blasti við. Hún gat því vel búizt við að til sín hefði sézt og vonaði í það minnsta að hún gæti vakið á sér athygli þeirra er veginn færu milli áðurnefndra bæja, en undan sem næst miðri beirri leið var hún stedd, komin aðeins örlítinn spöl inn í landareign Sigmundarstaða. Þar heita Sandhólar. Þarna er svo landslagi háttað að til suðurs og skammt frá eru mclaköst sund-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.