Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 72

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 72
166 GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON ANDVARI urskorin og liggur þar nú vegurinn. Til norðurs í átt til Hvítár eru lítt grónir aurar og flatlendi. En milli melakastanna og auranna eru gróðurteygingar, uppblást- urstorfur og sandroknir balar. Við jaðar eins slíks mólendisbala hafði Kristín hlot- ið þá byltu, er nú gerði enda á ferðir hennar um sinn. Móinn endaði í rofbarði, scm gat veitt ofurlítið skjól, en Kristín sá að þaðan mundi hún síður sjást en af balanum sjálfum. Hún tók því innan lítils tíma að reyna að þoka sér upp á balann og tókst að lokum að dragast áfram á bönd- um einum, þangað sem hún taldi sér bezt henta að vera með tilliti til þess að eftir henni yrði tekið. Þaðan sá hún glögglega er mjólkurflutningalest frambæinga hélt fram göturnar ofan árinnar. Freistaði hún þess þegar að kalla, cn meira en lítið þarf til þess að yfirgnæfa þann hávaða er verð- ur af slíku fararteski: glamrandi mjólkur- hrúsum, marrandi silum á klökkum og fótaburði hesta á hörðum vegi, enda bnr lcstina framum án þess hcnni nýttist það tækifæri. Þar sem veður var gott þennan dag angraði hana ekki svo mjög kuldi, en hún sá í lofti veðurbreytingum er á dag- inn leið og þótti að vonum náttstaður ófýsilegur ef svo ætti til að takast. Kallaði hún því og hóaði, sem hún hafði rödd til, allt frarn í myrkur. Tók þá að hvessa og drífa. Sá hún þá í hendi sér að tilgangs- laust væri að eyða kröftum sínum í þau hróp sem ekki mundu af neinum heyrð og væri betra að spara rödd sína og orku til næsta dags. Ekkert skjól var að hafa í þessum næt- urstað, enginn skorningur svo djúpur að hann gæfi hlé fyrir vindinum, engin þúfa svo rismikil að halla mætti að hcnni þreyttum herðum eða höfði sínu. Kristín gat því ekkert gert sér til hlífðar annað cn bað eitt að snúa sér undan áttinni. Þrátt fyrir það að veðrið versnaði jafnt og þétt eftir því sem lengur leið á þessa grályndu þorranótt, telur Kristín að hún hafi gleymt sér öðru hvoru ofurlitla stund og stund í einu, svefn gat það þó ekki heitið, því nú tók kuldi mjög að sækja á hana og þar sem hún lá á bersvæði, gat kápan hennar, þunn og slitin, ekki veitt henni nándarnærri fulla vörn gegn sí- vaxandi ágangi storms og élja. En hún lonaðist eftir að með morgninum myndi veðrið ganga niður og kynni þá að rætast úr. En veðrið gekk ekki niður. Þegar dags- skíman loks tók að þrengja sér gegnum kafþvkk óveðursský, versnaði veðrið til stórra muna. Riðu élin nú svo þétt yfir að sjaldan varð fyllilega bjart á milli, og var, eins og áður getur, hið versta veður allan þann dag. En hvenær sem eitthvað slotaði reyndi Kristín að kalla, þó hún teldi vonlítið um árangur. Kom það fram eftir á, að tveir menn að minnsta kosti, sem við útiverk voru þennan dag, töldu sig liafa heyrt einhver lnóp, en gerðu sér það í hugarlund, sem oft vill verða, að þar færu menn að fé á næstu bæjum og stöfuðu þaðan hrópin. Kuldinn kreppti nú æ meir og fastar að Kristínu. Vettlingar hennar urðu fljótt blautir í snjóganginum og tók hún loks það ráð að leita skjóls höndum sínum með því að stinga þeim í kápuvasana. Við það kom í Ijós að þurrir vettlingar, sem hún hafði ekki vitað af, voru í öðrum vasa kápunnar. Varð hún þeim fegin og fékk nú betur varið hendur sínar cn áður. Löng hafði orðið henni nóttin og lítið varð henni skemmri dagurinn. Þóttist hun nú sjá fram á nokkra tvísýnu um hvernig fara mundi, ef hún ætti fyrir höndum aðra óveðursnótt hinni verri. Lét hún svo um rnælt seinna að það hefði sér þó vcrið hugbót, að í landareign Sigmundarstaðn var hún komin, þó svo færi að hér lvki nu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.