Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1960, Page 75

Andvari - 01.07.1960, Page 75
andvari KONAN SEM LÁ ÚTI 169 Stóra-Ási. Þess skal getið strax að engin gegnlýsingartæki hafði Valtýr læknir, og niunu slík tæki þá ekki hafa verið komin í hendur læknum til sveita. Við hjónin höfðum tal af Valtý lækni a heimleið hans úr þessari sjúkravitjun. klndrun sinni yfir því að Kristín skyldi sleppa lifandi úr slíkum mannraunum kvaðst hann ekki geta lýst. — Hún Krist- *n, sagði læknirinn, hún er alveg sérstakt fyrirbrigði, og furðulegt er það hvað and- legt þrek og jafnvægi getur dregið mann- kindina langt þegar í nauðirnar rekur. Hann kvað Kristínu ekki bera nein merki þess að hafa orðið fyrir nokkru því sem kalla mætti taugaáfall í sambandi við þessar þrautir allar, sem hún hafði í gegn- 11'ii gengið. En auk þess að vera lærbrot- ln var hún nokkuð kalin á fótum og har <>11 merki þess hve mjög hafði sorfið að nenni kuldinn. Að hér var um enn meiri meiðsli að ræða kom ckki í ljós fvrr cn siðar. I9aginn eftir að Kristín fannst, var v°ðri enn breytt til hins verra, kominn ntsynningsgarri með snjógangi og nokkru fr°sti. Mátti segja að hennar yrði vart á síðustu stundu, og þarf ekki að hafa mörg °'ð um fögnuð manns yfir því að svo sMdi þó til takast að lokum. Hitt er í rauninni líka þýðingarlaust að fjölyrða llrr>, hve langvinnt efni sjálfsásökunar Petta slys var okkur, sem bar skvlda til að gefa gætur að ferðum Kristínar. En svo fer jafnan þá er slys verða, að maður ger- 'st hygginn eftir á. Kristín svaf allvel strax fvrstu nóttina 1 Stóra-Ási og mikið daginn eftir. Þar sem það fór saman að veður var vont og ^stæðulaust að raska ró Kristínar, fórum ' ið hjónin ekki fyrr en á öðrum degi að sækja hana heim og sjá hana úr helju "ejmta. Var hún þá hress og óbevgð sem jafnan ‘jður og sagði hrosandi að nú hcfði farið betur um sig síðastliðnar nætur en hinar tvær, þar áður. En hún hafði orð á því að sér félli verst að gera öðrum ónæði. Vissi sem var að þau hjónin, Helga og Kolbeinn, höfðu sofið laust, eftir að hún kom í þeirra umsjá og jafnan verið nær- stödd, annaðhvort eða bæði, ef hún þyrfti einhvers með, eða eitthvað bæri út af með líðan hennar. Andlit Kristínar og augu báru þá enn merki harðrar útivistar og langrar, og nokkurn sviða mun hún og hafa haft í kölnum fótum sínum, þó þar greri að vísu um heilt er tímar liðu. Aðaláhvggjucfni hennar var að hér vrði hún að liggja og haka öðrum fyrirhöfn, og vissi hún þó næsta vel að til þeirra var hún komin, sem aldrei mundu leiða hugann að þcirri hlið málsins. Ekki man ég fyrir víst lu'ort það var í þetta sinn eða seinna, sem ég spurði Kristínu um það hvað hún hefði kallað þegar ég fyrst heyrði til hennar, þvi ég fullyrti að það hefði ekki verið hiálp cða venjulegt hó. Hún hikaði dálítið við svarið en sagði síðan: — Ég hef nú kann- ski eitthvað verið farin að sljóvgast, en það er svo skrýtið að um þctta leyti, sem þú heyrðir til mín, var það víst sem ég alltaf öðru hvoru var að kalla ýmist í þig eða hann Magga hérna. Stundum kallaði ég: Mundi minn, hringdu í hann Magga og biddu hann að koma með bílinn. Og stundum kallaði ég í Magga og beiddi hann að koma og flvtja mig heim að Ási. — Þetta voru orð Kristínar og ég hafði enga ástæðu til að rengja þau, þó mér fyndist þá og finnist enn, að stundum geti hógværðin gengið feti lengra en skyldugt cr. Kristínu Kjartansdóttur hefur aldrei verið þann veg farið að hana fýsti að hera á torg áhvggiur sinar, ef hún gat hjá því komizt, og ekki heldur var hcnni í mun að halda að mönnum minningum sínum

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.