Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 81

Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 81
ANDVAIU 175 I>I\JÚ ItRÉF KÁINS TIL STLl'HANS G. þeir höfðu öll sín verkin fram. Eins fer mér. Vertu svo blessaður alla daga. Þinn einlægur vinur K. N. Júlíus Mountain 29. marz 1921 Kæri vinur, Stephan. Ég fékk bréfið frá þér og það sem því fylgdi í gær. Það hefur hvílt sig yfir páskana einhverstaðar á leiðinni. Hér var stórhríðarbylur á laugardaginn og páska- daginn, nú komin hláka. Ég hef aldrei verið í meiri vandræðum með að hripa sendibréfsmiða en nú. Mig hálflangar til að skamma þig fyrir frammistöðuna, en þegar ég athuga það með stillingu, þá held ég, að ég hætti við það. Þér nægir ekki að gera þetta allt fyrir ekkert og minna en það, heldur ferðu og kaupir sjálfur mikinn part af upplaginu. Er nokkurt vit í þessu? Ég spyr, og ég veit þér muni ekki ganga vel að réttlæta það, þó þú reynir. Ég kalla það reglulegt »óhappaverk“. En nú er komið sem kom- ið er og verður ekki aftur tekið. Ég er ekki góður að skrifa þakkarávarp og býst ekki við, að þig vanti það heldur, svo ég ætla bara að þakka þér innilega fyrir allt, sem þú hefur gert, og óska og vona, að þú gefir mér tækifæri til að endurgjalda það á einhvern hátt seinna, ef við lifum Éáðír eitthvað fram eftir öldinni. Bækurnar, sem eftir eru, eru auðvitað þín eign, en þér gagnslausar, nema ef þú vildir fara með þær til Kína. Þar er mark- aðurinn fyrir þær, og þangað ættu þær allar að vera komnar. Þú lætur þær liggja hjá þér fyrst um sinn, en ef þú getur gert þér einhvern mat úr einhverju af þeim, þá blessaður gerðu það. Það verður nóg eÉir af þeim til að brenna. Ég býst við, að það gangi heldur stirt með söluna. Flestir bera við peningaleysi. Það er lítið selt af bókum hér um slóðir nú sem stendur. Mér dettur í hug saga, sem ég sá nýlega: Það kom ferðamaður í lítinn bæ og tók strax eftir því, að þar voru þrjár kirkjur. Hann hitti þar gamlan rnann að máli, sem var djákni í einum söfnuðinum, og spyr hann, hvort það sé ekki erfitt að halda við þremur söfnuðunr í svona fámennu plássi. „Jú, svo vill okk- ur reynast það,“ svaraði kall — og eftir litla þögn: „En hinum gengur það ekki betur, thank God.“ Eins má ég segja, en svo gerir það mér ekkert til. Ég licf aldrei búizt við einu senti út úr þessu bussnesi. Ef hægt er að krafsa upp kostnaðinn, þá er ég ánægður. En ég býst við það taki að minnsta kosti tíu þúsund ár, ef engin óhöpp koma fyrir. Við bíðum og sjáum, hvað setur. Jónas vinur okkar kom hér í gær og var á leið norður í byggð til þess að vera við jarðarför Sæmundar Eiríkssonar. Kall varð bráðkvaddur á laugardagskvöldið hjá Jóhannesi syni sínum, mági Jónasar. Ann- ar bóndi dó hér í nágrenninu í nótt eð var, Armann Stefánsson. Hann var búinn að liggja í mestallan vetur. Jónas biður kærlega að heilsa þér og þínum. Hann hefur verið hálflasinn síðan hann kom af þinginu, hefur líklega fengið heldur mikið af „hómebruw“, eða langa greinin hans Tómasar Halldórssonar hefur haft þessa verkun á hann. Þegar ég las grein- ina, varð mér að orði: Tummi berst með Tovvnley fremst, taugakerfið hefur skemmzt. Margur hefur skitið og minna rembzt, eins og Meistari Jón að orði kemst. Ég þori ekki að ábyrgjast, að tilvitnunin sé áreiðanleg, en einhver Jón hefur sagt það. Það var kallað upp í fóni á páskadags- morgunmn, að það yrði messað í Eyford
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.