Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1960, Page 87

Andvari - 01.07.1960, Page 87
andvari SKÁLDSKAPUR OC, VERULEIKI 181 uppreisnar gegn ríkjandi ranglæti í þjóð- félagsmálum, um leið og hún vekur hjá honum jákvæðar hugmyndir um félags- lega einingu. Þetta er ástæðan til þess, að við höfum snúið baki við hinni form- bundnu borgaralegu list, sem á erindi til fárra, en tekið upp í hennar stað félags- lega raunsæisstefnu, sem beitir því list- rtena tungutaki, sem allir mega skilja. Þetta eru skýr og skilmerkileg orð, og þau fela í sér einn mikilvægan sannleika: það er nauðsynlegt að ráða bót á félags- legu misrétti í heiminum, til þess að unnt sé að útrýma styrjöldum. En það mætti eins vel snúa þessum setningum við og segja: Það er nauðsynlegt að útrýma styrj- öldum, til þess að unnt sé að ráða bót á félagslegu misrétti í heiminum. Sé máls- greinin sögð þannig, er hún ekki síður sönn, og þannig sögð er hún enn ugg- vænlegri en áður. í fyrsta sinn í sögu mannkynsins — og það einmitt þegar heimurinn skiptist í tvær stjórnmálafylk- 'ngar, sem hatast og tortryggja hvor aðra - stöndum vér augliti til auglitis við nauðsyn þess að afneita valdbeitingunni sem pólitísku vopni. Og ef vér hugsum htið eitt nánar um þessa nýju aðstöðu og þau framtíðarviðhorf, sem hún felur í sér, þá skilst oss þegar í stað, að hún krefst hvorki meira né minna en umbyltingar a öllum sviðum mannfélagsins: í þjóðfé- fagsmálum, fjárhagsmálum, flokkapólitík, Téttarfari og siðgæðismálum. Sú bylting taaundi hafa djúptæk áhrif á lífskjör hvers manns, á skyldur hans og ábyrgð, mat hans og dóma, jafnvel á hugmyndir hans Um sjálfan sig sem hugsandi og starfandi veru. Og þetta á ekki aðeins við um hinn vestræna heim, í hinum austræna heimi Verða menn einnig að viðurkenna, að valdbeiting sé óhugsandi. Og ekki fæ ég hetur séð en það hljóti að leiða til þess, að endurskoða verði grundvallarkenningu hdarxistanna um nýskipun þjóðfélags- ins. Með öðrum orðum sagt: Hin nýja þróun í náttúruvísindum hefur þurrkað út hin gömlu pólitísku vandamál, en vér hugsum og höfumst að eins og þau væru enn í fullu gildi — einfaldlega af því, að vér geturn ekki gert oss grein fyrir þeim, sem korna í þeirra stað. Og það er cinmitt það, sem gerir ástandið uggvænlegt. Það felur í sér e.nn meiri hættu en sjálf tilvera kjarnasprengjunnar, því að það getur óhjákvæmilega leitt til þess, að hún verði sprengd. En hvernig má það takast að breyta þessu ástandi svo fljótt, að vér getum af- stýrt sjálfseyðingunni? Fundir æðstu stjónmálamanna og persónuleg viðtöl þeirra eru fyrstu nauðsynlegu skrefin, en þau gera þó ekki annað en slá óförunum á frest, þau geta ekki fjarlægt yfirvofandi hættu svo lengi sem hin pólitíska hefð hættir ekki með öllu að nota hótun um valdbeitingu scm úrslituröksemd. Ef al- þjóðastjórnmál eiga að losna úr því öng- þveiti, sem þau hafa verið í til þessa, get- ur það aðeins orðið fyrir aukinn pólitísk- an skilning, fyrir tilfinninguna um sam- stöðu og bræðralag allra manna og allra þjóða. Þetta lætur í eyrum sem hugar- órar og er enn sem komið er fjarri öllum veruleika. Hvernig er slíkt hugsanlegt á þeim tæknistjórnartímum, sem nú standa yfir, þegar austrænar þjóðir einbeita öllum kröftum og hæfileikum til þess að skapa iðnað, sem staðið geti vestrænum iðnaði á sporði, á meðan vér fyrir vort leyti erum að því komnir að líta á framleiðslu og neyzlu iðnaðarafurða sem hið sanna mark og mið mannlegrar tilveru. Að vísu eru náttúruvísindin kornin vel á veg að breyta allri heimsmyndinni i þá átt, sem virðist gefa fyrirheit um möguleika, sem engan getur órað fyrir, um mannlegt líf og mann- lega þróun, en með sömu rökvísi hafa þau skapað tækið til tortímingar öllu lifi og fengið það í hendur þeirra, sem her-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.