Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1960, Page 98

Andvari - 01.07.1960, Page 98
192 JÓIIANN Kll. ÓLAVSSON anbvaiu Fljótlega kom að því að flytja þurfti bæði timbur og sement upp að brúar- stæðinu, þurfti þá að fá leigða hesta og kerru. Þá kom það mér á óvart, að bænd- ur þeir, sem taka vildu að sér að flytja, fengust ekki til að láta meira en 300 pund á hvern vagn. Þarna var úr vöndu að ráða, því dýrir mundu flutningarnir verða. En skiljanlegt var þetta. Þeir voru óvanir vagnflutningi, nerna heimavið og í kaup- staðinn Vík. En á þeirri leið voru þá mjög brattir vegakaflar, Steigarháls og Gatnabrún, og efast ég um, að margir hestar hafi getað dregið þyngra hlass upp þær brekkur cn þetta. Svo hefur þetta orðið að vana, sem þeir áttu bágt með að láta af. Og sandurinn frá sjó upp að brú- arstæði.nu allþungur til að byrja með. Ég fór því að hugsa um að kaupa hesta. Þeir þurftu helzt að vera duglegir. Fljá mér var þá í vinnu úrtaka duglegur dráttar- hestur, sem Páll bóndi í Skógum átti. Datt mér þá í hug að reyna að fá hann keyptan, cnda varð eitthvað að gera til að koma flutningunum af stað. Fór ég því að finna Pál, falaðist eftir kaupum á hest- inum. Hann var mjög tregur og taldi sig ekki mega missa hann frá heybandsflutn- ingum, en þeir eru allerfiðir þar. Þó fór svo, að um síðir gaf hann mér kost á hest- iniim, en dýr fannst mér hann, þó lauk því svo, að ég fékk hestinn, ekki man ég nú, hvort verðið var 750,00 eða 700,00 krónur. Ég var ánægður og þóttist hafa gert góð kaup. Þarna í vinnunni var annar ágætur dráttarhestur. Var nú farið með þá tvo að sækja sement. Við létunr tvo poka á hvorn vagn, eða eina tunnu. Þetta fór ágætlega, þeir drógu þetta vel og fljót- lega; tróðst sandurinn nokkuð og svo fór, að á vagnana létum við fullt hlass, eða 800—900 pund. Urðu svo bændur sem vildu flytja að gjöra eins. Fljótlega voru svo keyptir fjórir hestar í viðbót. Kom það sér vel, því það var mikil hestavinna allt sumarið. Ég sá fram á það, að erfitt mundi að flytja allt það járn, sem til yfir- byggingar brúarinnar þurfti, í land þarna, og alveg ómögulegt að nota til þess bat- ana. Járnið var yfirleitt svo langt, að það kornst engan veginn niður í bátana, og þó svo hefði verið, myndi það brjóta þa meira eða minna í lendingu. Ég velti þessu fyrir mér á ýmsan hátt og endaði með því, að helzt þótti mér tiltækilegt að nota tunnur til þess. Talaði ég um þetta við Valgeir Jónsson, en Iiann vann þarna að trésmíði um sumarið. Kom okkur sam- an um tunnurnar, og hugsuðum við okk- ur að gyrða þær tveim sterkum járn- gjörðum, sem tengdar væru saman, setja svo keðju milli hverra tveggja tunna, hafa svo nokkur pör og leggja járnin í keðj- urnar, sem þá mundu, ef rétt lengd væri á þeim, herðast að járninu, þegar hæfileg' ur þungi væri kominn. Lagði ég svo þetta álit okkar fyrir vegamálastjóra um vetur- inn, og féllst hann á hugmyndina. Voru tunnurnar sendar austur næsta vor. Þetta reyndist ágætlega, enda var allt járnið flutt í land á þeirn og dregið í land á sama hátt og timbrið sumarið áður, nema sma- járn og annað þess háttar. Lýk ég svo þessu máli. Um seinna sum- arið er ekkert markvert að segja, þá gekk öll vinna beint áfram af sjálfu sér ems og sagt er. Ég vil um leið nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim mönnum, sem þarna unnu. Ég fullyrði, að ég hef aldrei átt í eins ströngu að standa sem þetta surnar, og öllum þeim mönnum, sem þarna unnu, er það ef til vill mest að þakka, að verkið hafðist af á þessu sumn- Ég er ekki að telja hér upp nöfn, þott einstakir menn hafi hér sem annars staðar skarað fram úr öðrurn. Það er skoðun mín, að hinn sameiginlegi áhugi allra hafi verið það, sem hér dugði bezt.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.