Andvari - 01.05.1961, Síða 8
6
GÍSLI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Hann bjó yfir rikri fræðalöngun og skáldhneigð, sem að jafnaði varð að lúta
í lægra haldi fyrir dagsins önn. Eftir hann birtust sögukorn o. 11. í Eimreiðinni á
fyrstu árum hennar og ritgerð í Blöndu. Hann var áhugamaður um stjómmál
á fyrri árum og eindreginn skilnaðarmaður, svo sem þeir voru báðir Fjalls-
hræður. Indriði kvað um „uppkastið" 1908:
,,Þig á að verja danski dátinn.
Drattastu nið’rí eftirbátinn.
Þjóðarormur, þaggaðu grátinn.
Þú verður ekki af höndum látinn."
En í frumvarpinu stóð, að Island yrði ekki „af hendi látið“. Jóhannes bauð
sig fram til þings í Eyjafirði. Um hann segir Guðmundur Friðjónsson, (Rit-
safn VII., bls. 71); „. . . vitur maður og vel menntur, iðjumaður, sanngjarn
og óáreitinn, góður hóndi og bókmenntamaður — sannur sveitarhöldur, rót-
fastur íslendingur, — sjálfstæður að efnum og að hugsun.“ — Um Jóhannes
hefir mér að öðm leyti verið tjáð af skilríkum manni, er honum var nákunn-
ugur, að hann hafi verið hófsmaður um alla hluti og sívinnandi að búi sínu,
nema þegar hann las eða skrifaði; en til þess varði hann helzt hvíldar- og svefn-
tíma sínum, vel og skemmtilega máli farinn, smákíminn og glettinn í orði oftast,
gat verið þurr á manninn, en lét ekki á sér sjá gremju eða reiði, og har sér
ekki blótsyrði í munn. Þótti skemmtilegur húsbóndi og áreiðanlegur í hvívetna,
gætti vel hús síns, en leitaði sér ekki gróða af viðskiptum, var vinsæll, vel metinn
af sveitungum sínum, lengi deildarstjóri í K. Þ., og þótti vel gefast, byggði
fyrstur íbúðarhús úr steini í Aðaldal, en tók aldrei lán í búskapartíð sinni. —
Aldursmunur þeirra hjóna var allmikill, og var Svafa innan við tvítugt, er hún
giftist Jóhannesi og tók við húi með honum á Syðra-Fjalli. Hin unga húsfreyja
var í senn glæsileg og vandanum vaxin. Æska hennar, glaðværð og hæfileikar
settu svip á heimilið frá öndverðu og lifir í minni þeirra, sem þá voru ungir.
Einn af þessum gömlu vinum og nágrönnum segir: „Á barnsaldri dáði ég hana
umfram aðrar konur, og það hélzt. — Yfir henni var löngum sú birta og
brosbjarmi, sem sjaldgæft er“. — Sjálfur kynntist ég henni á efri árum hennar,
er hún dvaldi í Reykjavík, og ummæli þau, er að framan greinir um hana,
koma mér ekki á óvart. — Þorkell Jóhannesson líktist í sjón móður sinni og
ýmsum móðurfrændum, og lund sína og viðmót held ég, að hann hafi að veru-
legu leyti haft frá henni, þó að hann bæri einnig á öðrum sviðum án efa
sterkan svip föðurættar. Á Syðra-Fjalli var heimilisvinna með myndarbrag,
og áttu bæði hjónin hlut að. Þau koinu sér upp blóma- og trjágarði við bæ
sinn, og var hann einn af hinum fyrstu þar um slóðir.