Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Síða 8

Andvari - 01.05.1961, Síða 8
6 GÍSLI GUÐMUNDSSON ANDVARI Hann bjó yfir rikri fræðalöngun og skáldhneigð, sem að jafnaði varð að lúta í lægra haldi fyrir dagsins önn. Eftir hann birtust sögukorn o. 11. í Eimreiðinni á fyrstu árum hennar og ritgerð í Blöndu. Hann var áhugamaður um stjómmál á fyrri árum og eindreginn skilnaðarmaður, svo sem þeir voru báðir Fjalls- hræður. Indriði kvað um „uppkastið" 1908: ,,Þig á að verja danski dátinn. Drattastu nið’rí eftirbátinn. Þjóðarormur, þaggaðu grátinn. Þú verður ekki af höndum látinn." En í frumvarpinu stóð, að Island yrði ekki „af hendi látið“. Jóhannes bauð sig fram til þings í Eyjafirði. Um hann segir Guðmundur Friðjónsson, (Rit- safn VII., bls. 71); „. . . vitur maður og vel menntur, iðjumaður, sanngjarn og óáreitinn, góður hóndi og bókmenntamaður — sannur sveitarhöldur, rót- fastur íslendingur, — sjálfstæður að efnum og að hugsun.“ — Um Jóhannes hefir mér að öðm leyti verið tjáð af skilríkum manni, er honum var nákunn- ugur, að hann hafi verið hófsmaður um alla hluti og sívinnandi að búi sínu, nema þegar hann las eða skrifaði; en til þess varði hann helzt hvíldar- og svefn- tíma sínum, vel og skemmtilega máli farinn, smákíminn og glettinn í orði oftast, gat verið þurr á manninn, en lét ekki á sér sjá gremju eða reiði, og har sér ekki blótsyrði í munn. Þótti skemmtilegur húsbóndi og áreiðanlegur í hvívetna, gætti vel hús síns, en leitaði sér ekki gróða af viðskiptum, var vinsæll, vel metinn af sveitungum sínum, lengi deildarstjóri í K. Þ., og þótti vel gefast, byggði fyrstur íbúðarhús úr steini í Aðaldal, en tók aldrei lán í búskapartíð sinni. — Aldursmunur þeirra hjóna var allmikill, og var Svafa innan við tvítugt, er hún giftist Jóhannesi og tók við húi með honum á Syðra-Fjalli. Hin unga húsfreyja var í senn glæsileg og vandanum vaxin. Æska hennar, glaðværð og hæfileikar settu svip á heimilið frá öndverðu og lifir í minni þeirra, sem þá voru ungir. Einn af þessum gömlu vinum og nágrönnum segir: „Á barnsaldri dáði ég hana umfram aðrar konur, og það hélzt. — Yfir henni var löngum sú birta og brosbjarmi, sem sjaldgæft er“. — Sjálfur kynntist ég henni á efri árum hennar, er hún dvaldi í Reykjavík, og ummæli þau, er að framan greinir um hana, koma mér ekki á óvart. — Þorkell Jóhannesson líktist í sjón móður sinni og ýmsum móðurfrændum, og lund sína og viðmót held ég, að hann hafi að veru- legu leyti haft frá henni, þó að hann bæri einnig á öðrum sviðum án efa sterkan svip föðurættar. Á Syðra-Fjalli var heimilisvinna með myndarbrag, og áttu bæði hjónin hlut að. Þau koinu sér upp blóma- og trjágarði við bæ sinn, og var hann einn af hinum fyrstu þar um slóðir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.