Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Síða 12

Andvari - 01.05.1961, Síða 12
10 GÍSLI GUÐMUNDSSON ANDVABI sem voru að meira eða minna leyti byggðar á þáttum úr meistaraprófsritgerð- inni: „Um atvinnu- og fjárhagi á íslandi á 14. og 15. öld“ (Vaka) og „Plágan mikla 1402—1404“ (Skírnir). I sambandi við atvinnusöguna hafði hann snemma áhuga á söfnun örnefna og samdi sjálfur bók um örnefni í Vestmannaeyjum, er prentuð var árið 1938. Hann samdi og hið sögulega yfirlit um landeign, ábúð og leigukjör á Islandi, er birt var með greinargerð ábúðarlagafrumvarps milliþinganefndar, sem lagt var fyrir Alþingi 1929. I ritgerð sinni í Vöku, sem fyrr var nefnd, gerði hann með þessum orðum grein fyrir fræðistarfi því, er hann hafði tekið sér fyrir hendur: „Höfuðáform sagnaritunar er að lýsa liðnum atburðum sem ljósast og sannast. En höfuðgildi sögunnar, þeim, sem kynna sér hana, eru rök þau, er hún leggur fram til varnaðar eða hvata seinni kynslóðum, er þær eiga um að velja kjör og kosti í sínu lífi, skapa sjálfum sér örlög. Frá þessu sjónanniði er hagsagan veigamesti þáttur þjóðarsögunnar. Hún er undirstaða þess, að liægt sé með réttu ráði að færa sér í nyt reynslu kynslóðanna. . . .“ I ritgerð þessari var það einna athyglisverðast, er Þ. J. þar leiddi í ljós um breytingu þá hina miklu í atvinnulífi Islendinga, sem átti sér stað á öndverðri 14. öld, er nýir markaðir opnuðust fyrir sjávarvöru erlendis og sjávarútvegur tók að færast í aukana hér á landi. Heimildarannsókn þá, er til þess þurfti að komast að þessari niðurstöðu, mun höfundur hafa framkvæmt á námsárum sín- um í háskólanum. Sjálfur kemst hann svo að orði, að hér sé um „tilraun" að ræða af sinni hálfu, en segir, að ritgerðin beri þó svip af því, að „vera sjálf frumrannsókn, þar sem slíkar frumrannsóknir eru enn varla gerðar“. Er hér, sem vænta mátti, hófsamlega til orða tekið. Engan vafa tel ég á því vera, að Þ. J. hafi verið næst skapi að halda, þegar að loknu meistaraprófi, áfram rannsóknum sínum á sögu þjóðarinnar — og þá einkum atvinnu- eða hagsögunni — að verja til þess starfskröftum sínum óskipt- um og láta ekki hlé á verða. Hefði það og verið mikið lán íslenzkri sagnfræði, ef svo hefði til tekizt. Llr því varð þó ekki, að hann gæti þá þegar gefið sig allan að þessum hugðarefnum sínum, og kom annað til. Sumarið 1927 tók þáverandi skólastjóri Samvinnuskólans, Jónas Jónsson frá Hriflu, sæti í ríkis- stjórn, og þurfti þá að ráða skólastjóra um sinn í hans stað. Varð það úr, að Þorkell tók við stjórn skólans þá um haustið og hafði hana á hendi næstu fjögur árin. Var hann þá einnig ritstjóri tímaritsins Samvinnunnar, ásamt J. J. Þessi störf hentuðu honum raunar allvel, þar sem hann hafði jafnan verið áhugasamur um samvinnumál og haft náin kynni af samvinnufélagsskap í ætt- byggð sinni. Aðalkennslugrein hans var að sjálfsögðu íslenzka. Hann ritaði allmikið í Samvinnuna á þessum árum m. a. um nokkra fon'ígismenn sam-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.