Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 14

Andvari - 01.05.1961, Side 14
12 GÍSLI GUÐMUNDSSON ANDVARI Lingri). Hún studdi hann í starfi með umhyggju og með því að láta sér annt um verk hans og áhugamál. Þau áttu lengi heima í lítilli leiguíbúð við Hring- braut, en síðan reistu þau sér liús í íbúðahverfi liáskólakennara. Þar komu þau sér upp heimili, sem þau hlúðu að með mikilli alúð og smekkvísi, og ræktuðu þar einn af hinum fallegu skrúðgörðum, er nú prýða höfuðstaðinn. í vinnu- stofu sinni átti hann mikið og gott bókasafn, sem fór vaxandi. I návist bókanna undi hann löngum við hugðarefni sín. Arið 1936 kaus Alþingi Þorkel í stjóm Þjóðvinafélagsins. Var hann jafnan síðan ritstjóri ÞjóÖvinafélagsalmanaksins og tímaritsins Andvara og ritaði margt í hvort tveggja. Arið 1958 var hann kjörinn forseti félagsins. Árið 1937 gaf Búnaðarfélag Islands út „Aldarminningu" búnaðarsamtakanna í tveim bind- um. Þ. J. ritaði fyrra hindið „Búnaðarsamtök á íslandi 1837—1937“. Er þar rakin saga þessara samtaka frá öndverðu, og er þetta mikið rit, 432 bls. Nokkru síðar hófst ritun og útgáfa Sögu íslendinga á vegum mennta- málaráðs og Þjóðvinafélagsins, og var gert ráð fyrir, að þetta nrikla verk kæmi út í 10 bindum. Var Þorkell í ritstjóm þess ásamt Árna Pálssyni prófessor og Barða GuSmundssyni þjóðskjalaverði. Fyrstu þrjú bindin, sem áttu að taka yfir söguna frá öndverðu til loka 15. aldar, em enn órituð, en V. bindi kom út 1942, VI. bindi 1943, IV. bindi 1944 og VII. bindi 1950. Síðan hafa kornið út tvö bindi. Þorkell ritaði síðari hluta VI. bindis, um tímabilið 1750—70, og allt VII. bindi (575 bls.), sem hann nefndi „Upplýsingaröld", og tekur yfir tímabilið 1770—1830. Ilann hóf ritun þessa bindis haustið 1944 og vann aS því öðm hverju í nokkur ár. Er áSur að þessu verki vikið. Llm ritun íslendingasögu þá, er Þ. J. leysti af hendi, segir dr. Alexander Jóhannesson, að hún mætti teljast „ærið ævistarf, þótt hann (Þ. J.) hefði ekki annað ritað“. Urn þ ær mundir, sem Þorkell hóf ritun íslendingasögu, varS sú breyting á högum hans, er auSveldaði honum fræðistörfin. Árið 1943 var hann skip- aður í embætti landsbókavarðar og 1944 prófessor í sögu viS háskólann. Fyrir- lestrar lians í háskólanum fjölluðu um hinar síðari aldir eftir siðaskipti, og kennsla hans og söguritun því að nokkru leyti um sama efni á þessum tíma. Áður en lengra er haldið, þykir rétt aS víkja aS útgáfustarfsemi Þ. J., sem hann hafði með höndurn öðm hverju í tvo áratugi. Bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar bjó hann undir prentun í fjórum bindum (1938—48) og Ijóðasafn skáldsins „Andvökur" einnig í fjórum bindum (1953—58). Það út- gáfustarf var honum einkar hugleikið, og til þess varði hann miklum tíma og mikilli vinnu. Hann sá um útgáfu hins mikla ævisagnasafns „Merkir Islend- ingar“ í sex bindum (1947—57). Samtals er hér um nálega 100 ævisögur að ræða. I fyrsta bindinu em eingöngu ævisögur, sem bii-zt liöfðu í Andvara, en

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.