Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 15

Andvari - 01.05.1961, Page 15
ANDVAliI ÞORKELL JÓIIANNESSON HÁSKÓLAREKTOR 13 í hinum ævisögur eftir ýmsa höfunda frá ýmsum tímum, suniar úr Andvara. Þ. J. ritaði formála fyrir hverju bindi, og er þar gerð grein fyrir ævisögunum. Aðrar útgáfur Þ. J. eru: Magnús Ketilsson: Stiftamtmenn og amtmenn á Islandi 1750—1800 (Sögufél. 1948), Rögnvaldur Pétursson: Fögur er foldin, ræður og erindi (1950), Stephan G. Stephansson, drög til ævisögu (Andvari 1947), Sam- vinnuskólinn 30 ára (1951) og Fomólfskver (1959). Eftir að lokið var VII. bindi af Sögu íslendinga, tók Þorkell að vinna að ævisögu Tryggva Gunnarssonar. Gerði hann, er stundir liðu, ráð fyrir, að það verk kæmi út í þrern bindurn. Fyrsta bindið (Bóndi og timburmaður, 482 bls.) kom út árið 1955, og nær fram til ársins 1869. Næsta bindi mun bafa verið langt komið við fráfall hans, þótt prentun þess væri eigi hafin. Það mun m. a. fjalla um verzlun á Islandi á fyrri hluta 19. aldar og Gránufélagið og önnur almenn verzlunarsamtök síðar á öldinni. Er þar um mikið söguefni að ræða. Þótt rannsóknir Þ. J., þær sem hann hafði lokið eða fyrirhugaðar voru af hans hálfu í þessu sambandi, væm fyrst og fremst tengdar við Tryggva Gunnarsson, ævi hans og störf, er hér að verulegu leyti um að ræða þætti úr atvinnu- og hagsögu 19. aldar og fyrstu ára 20. aldar. Þessu verki entist honum því miður ekki aldur til að Ijúka, enda bafði hann síðustu æviárin mörgu öðru að sinna, sem síðar verður að vikið. Flér að framan hefir nú verið lauslega vikið að þeim ritum og útgáfu- verkum Þ. J., sem kunnust em og stærst í sniðum, með það fyrir augum að rekja í stórum dráttum sögu hans sem fræðimanns og rithöfundar. Margt annað ritaði hann, sem enn hefir ekki verið talið, tímaritsgreinar, kafla í fræðiritum innlendum og útlendum, útvarpserindi, ritdóma, þýðingar, blaðagreinar o. s. frv. Rétt þykir að geta þess, er hér fer á eftir: Framtíðarmenning — samvinnumenning, þýddur kafli úr bók eftir Chr. Collin, er nefnist „Leo Tolstoj og nutidens kulturkrise", (Samvinnan 1918). Vizkukennarinn, eftir Oscar Wilde (þýð., Eimreiðin 1922). Einar Benediktsson, drög að kafla úr íslenzkri menningarsögu, (Eimreiðin 1924). Knut Hamsun (Iðunn 1926). Kaupfélögin (Samvinnan 1927). Alþingi — Cooperation in Iceland — Icelandic industries — Icelandic litera- ture and art — Icelandic schools and common education — Sorne notes on Iceland — Yfirlit um íslenzka atvinnuvegi (Alþingishátíðarblað Tímans 1930). Leiðalýsing um Þingeyjarsýslu (Árbók Ferðafélags íslands 1934).

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.