Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 17

Andvari - 01.05.1961, Side 17
ANDVARI ÞORKELL JÓIIANNESSON HÁSKÓLAREKTOR 15 Brot úr verzlunarsogu, upphaf verzlunarsamtaka á Suðvestur- og Norður- landi á árunurn 1868—70 (Andvari 1957). Brot úr verzlunarsögu II. (Andvari 1958). Efnis- og höfundaskrá Andvara 1915—58 (Andvari 1958). Eitthvað fleira mun hann hafa skrifað í útlend fræðirit, þótt ég hafi ekki getað fengið það glögglega upplýst. Hann átti sæti í útgáfustjóm „Nordisk kulturleksikon" og tók þátt í samstarfi norrænna sagnfræðinga al Islands hálfu. Ritdómar eru hér ekki taldir, en þá skrifaði hann nrarga í tímarit og blöð. Ræður, er hann flutti við setningu Háskólans hverju sinni, em prentaðar í Arbók Há- skólans. Kemur þar fram ýmislegt um skoðanir hans á vísindalegu námi og upp- eldismálum. Oll em verk hans af trúleik unnin og með virðingu fyrir hinu fornkveðna, að hafa það heldur, er sannara reynist. Hann gerði sér glögga grein fyrir ábyrgð þeirra, sem aðstöðu hafa til að kveða upp „dóm sögunnar" yfir þeim, senr liðnir em og ekki fá vörnum við komið. Hann tók allmikinn þátt í félagsstörfum, einkum á sviði bókmennta og þjóðlegra fræða. Auk þess, sem nefnt hefir verið hér að framan, átti hann m. a. sæti í stjórn Hins íslenzka bókmenntafélags, og lorseti Sögufélagsins varð hann árið 1955. — Skoðun hans á meginatriðum þjóðmála var hófsamleg, en ákveðin °g óhvikul alla tíð. Opinberlega lét hann þau mál, lengst af, ekki nrjög til sín taka. Arið 1954 urðu enn þáttaskil í starfi Þorkels Jóhannessonar. Það ár var hann kjörinn rektor háskólans í fyrsta sinn til þriggja ára. Árið 1957 var hann svo kjörinn rektor í annað sinn og í þriðja sinn árið 1960. Forstaða Há- skóla íslands er ein rnesta virðingarstaða með þessari þjóð, og vel var hann að slíkri virðingu kominn. En rektorsembættinu fylgdi vaxandi vandi, mikið starf og rnikil umsvif af ýrnsu tagi — fundastjórn í háskólaráði, fjármál stofnunar- innar og samskipti við stjómamöld, móttaka erlendra gesta háskólans, stundum á heimili hans, o. s. frv. Jafnframt var Þ. J. í stjórn orðabókanefndar háskólans og háskólahappdrætdsins og í fomritaútgáfunefnd háskólans og byggingarnefnd. Háskólinn befir á þessum árunr verið mjög vaxandi stofnun. Nemendum skól- ans hefir ljölgað, ný háskólalög sett með atbeina háskólaráðs, nýir kennarastólar settir á stofn í sérgreinum og yfirleitt að því unnið að efla þá vísindalegu menntun, sem íslenzkir stúdentar eiga völ á í landi sínu. Háskólinn hefir á þessum tírna haft með höndum margskonar framkvæmdir og undirbúning annarra, I háskólahúsinu hefir verið komið fyrir nýjum vinnustofum fyrir ýmis- konar vísindastarfsemi m. a. fyrir þá, er að islenzku orðabókinni vinna, svo og til afnota fyrir stúdenta og félagsstarfsemi þeirra. íþróttahús háskólans hefir

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.