Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 19

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 19
ANDVAIU ÞORKELL JÓHANNESSON HÁSKÓLAREKTOR 17 þess var, eftir að kynni okkar liófust, að hann hafði gott vald á bundnu máli og átti í fórum sínum eða geymdi í minni sitthvað af því tagi frá fyrri tímum. Hefi ég fengið það staðfest síðar. Ritgerðir hans ýmsar og surnir kaflar í ævisögu Tryggva Gunnarssonar bera því vitni, hverjum hæfileikum hann bjó yfir á sviði skáldskapar, þó að fræðimennskan bæri hærra hlut. * * * Er segja skal ævisögu, munu að jafnaði verða tveir meginþættir í þeirri sögu. I fyrsta lagi störf þess manns, sem sagan er af, og árangur þeirra. I öðru lagi maðurinn sjálfur og þroskaleið hans. Mér er það ljóst, að ekki hefir hér að framan tekizt að rita neitt það, er kalla rnegi ævisögu. Hér er aðeins gerð tilraun í þá átt. Þessa tilraun hefði ég fremur kosið að gera að lengri tíma liðnurn og tel mig þó raunar vart þess umkominn að gera hana svo úr garði, sem minningu þess manns hæfir, er hér á í hlut. Þegar ritstjóri Andvara mæltist til þess við mig, að ég tækist þetta á hendi og lyki því fvrir tilsettan tíma, vildi ég þó ekki undan því skorast. Þessi tilraun er nú gerð með það í huga, er að framan greinir. Teknir eru upp m. a. kaflar úr greinarkomi, er ég ritaði um Þ. J. og birt var á útfarardegi hans, 5. nóvember sl. Það, sem einkum mun minna á Þorkel Jóhannesson á komandi tímum, eru að sjálfsögðu rit hans, þau, er hér hefir verið sagt frá eða getið. Bækur þær, er hann sarndi eða gaf út, munu verða lesnar og til þeirra vitnað. Bækur þessar veita þó hvergi nærri fulla vitneskju unr ritstörf hans og viðfangsefni. Yfirlitið um hinar minni ritgerðir hans, þýðingar og útgáfur bætir þar nokkuð úr og er birt í því skyni. Ymsu af því hefði verið æskilegt að lýsa nánar og vekja athygli á, þótt ekki geti af því orðið í þetta sinn. Um sagnfræðilegt gildi verka hans hefi ég m. a. kosið að vitna til ummæla mér dómbærari manna um þau efni. Um ritmál hans er ástæða til að ræða sérstaklega. Sagt var um þá frændur nyrðra fyrrum, og e. t. v. enn um þá suma, að þeir hefðu frá bemsku tamið sér annað mál en fólk flest, mál Islendingasagna. Þetta þótti mörgum athyglisvert. Víst er um það, að Þorkell kunni svo vel að tala og rita íslenzka tungu ómengaða, að vart verður lengra komizt að mínu viti. Fræðimannsstíll hans þótti sumum í þyngra lagi, en i því efni haslaði hann sér völl á þeim vettvangi, þar sem orðlistin og rökhyggjan mætast. Hann hafði líka annan stil á valdi sínu, — stíl skáldsins, — fágaðan, óbundinn ljóðstíl í ætt við Einar, Stephan og Snorra. En þó að ævistarf manns hafi verið mikið og óvenjulegt, fer það þó stund- um svo, að maðurinn sjálfur, sem verkin vann, verður samtíðinni allt eins ríkur í huga og ekki síður umhugsunarefni, a. m. k. þeim, sem næstir hon- 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.