Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 24

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 24
22 EINAR M. JÓNSSON ANDVARI dómkirkjunni fór fram um 1880, og var þar þá sett altari. Þar voru prestar vígðir og börn fermd. Og eftir hinn voveiflega atburð, er frú Guðrún Lárusdóttir og tvær dætur hennar drukknuðu í Tungufljóti, hélt séra Sigurbjörn A. Gíslason þar morgunguðsþjónustu á páskadag um tveggja ára skeið. Fleira mætti nefna í sambandi við þetta gamla hús. Því var ekki til að dreifa, að gamalt, hrörlegt hús þyrfti af hagkvæmum ástæðum að víkja fyrir nvjum byggingum. Ekkert var eðli- legra og sjálfsagðara en að í gömlum kirkjugarði stæði gamalt hús og því væri haldið við, sem vel var hægt, því máttar- viðirnir voru traustir. Ég get ekki að mér gert i þessu sam- bandi að minnast fám orðum á hesthúsin við kirkjuna í Ráttvik. Kirkjan er ein hin fegursta í St'iþjóð og stendur á yndis- legum stað á odda, sem gengur út í Siljuna. Nú aka menn í bifreiðum til kirkju eða fara gangandi. En hjá kirkj- unni stendur þyrping af gömlum, hrör- legum hesthúsum frá þeim tíma, er menn fóru ríðandi til kirkju eða á hcstvögnum. Að látn rífa þessi hesthús! Það kæmi eng- um Svía til hugar. Þetta er merkur forn- gripur. Þannig hugsa þeir. Ég veitti því athygli, að þegar Svíar tóku mynd af kirkjunni, t. d. ferðamenn, gerðu þeir sár far um að láta hesthúsin sjást fremst á myndinni, og reis þá kirkjan bak við umlukt sínum fagra trjálundi. Það fer mjög vel á þessu, eins og þeir geta séð, sem eiga bókina „Svíþjóð á vor- um dögum“ eftir Guðlaug Rósinkranz. Aðeins hefur sú villa slæðzt þar inn, að þetta sé Leksandkirkja. Skammt frá Ráttvikurkirkju er Vas3- steinninn, þar sem Gústav Vasa hvatti Dalakarla til dáða 1520. Og á næstu grösum, í Lltmeland í Mora, hefur lítið, en veglegt hús verið reist yfir kjallar- ann, sem á að hafa verið felustaður hans það sama ár. Sú sögn er þó ekki komin upp fyrr en í byrjun 18. aldar, eða tveim öldum síðar, og því vefengd af ýmsum, því þegar sögusögnum um Gústav Vasa var safnað um miðja 17. öld, vissi presturinn í Mora engin deili á þessum kjallara. Hér er því um að ræða atburð, sem er sízt ábyggilegri en margt það í okkar fornu Islendingasögum, sem vafi leikur á. En okkur ber, engu síður en Svíunum, að sýna merkum íslenzkum sögustöðum verðskuldaðan sóma. Það ber ósjaldan við, að fólk á ferðum sínum um landið kemur á sögustaði eða fer fram hjá þeim, án þess að vita um það fyrr en eftir á, og af skiljanlegum ástæðum fellur mörgum það miður. I fjöldamörgum byggðalögum liefur ör- nefnum verið safnað hin síðustu ár, og er það þarft verk. En það þarf einnig að koma upp áletrunum, helzt greyptum í stein, á sögustöðum eða nálægt þeim veg- farendum til leiðbeiningar. Það er ekki nóg að eiga vitneskjuna geymda í bók- um, með þeim hætti verður hún aldrei eign alls fjöldans. En stuttorðar áletranir á söguslóðum geta vakið forvitni og ýtt undir lestur og nánari kynni bóka. Jafn- vel ber ekki aðeins að gera óvefengjan- legum sögustöðum skil á þennan hátt, heldur einnig þeim stöðum, sem hafa yfir sér einhvern ljóma ævintýra og sagna. Með þeim hætti mundi náttúrunni veitt nýtt líf og nýtt gildi í liuga fjölda veg- farenda. Eins og öllum Islendingum er kunn- ugt, þeim, sem komnir eru til vits og ára, er sá hluti íslenzkra handrita, sem dýrmætastur er, nú í vörzlum erlendrar þjóðar. Ekki er vitað enn um endanleg afdrif þessara handrita, en óneitanlega hafa margir Danir stutt íslenzkan mál- stað af svo miklu drenglyndi, að eftir- tektarvert er. Og það er trúa mín, að Danir muni bera gæfu til þess, fyrr en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.