Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 26

Andvari - 01.05.1961, Page 26
24 EINAR M. JÓNSSON ANDVARI manna, svo sem Copernicusar, Maríu Antoinette, Napoleons og Ibsens. Ég minnist enn hinna hreinu og fögru drátta í rithönd skáldsins Tegnérs, hinna stór- karlalegu og útflúruðu stafa málarans Zorns og hins fljótfærnislega hrafnasparks Karls XII. Á þessum staS gat einnig aS líta nótnaskrift þeirra Wennerbergs og Mozarts. Ekki er mér kunnugt um þaS, hvort slíkir sýningarsalir eru algengir í erlend- um bókhlöSum, enda skiptir þaS engu máli. En mér hefur oft dottiS í hug síSan, hve mikils virSi þaS væri fyrir okkar fá- mennu bókmenntaþjóS aS eiga slíkan sýningarsal. Þar væri þjóSin einnig kynnt á glæsilegan hátt fyrir útlendum ferSa- mönnum, sem hingaS koma. Mundi ekki flestum Islendingum þykja þaS áhrifa- mikil stund, er þeir stæSu andspænis þess- um kjörgripum þjóSar sinnar, hinum fornu handritum ýmissa tíma? ESa hversu margir rnunu þaS vera meS þjóS vorri, sem hafa séS handrit Hallgríms Péturs- sonar aS Passíusálmunum, þaS er hann rétti RagnheiSi biskupsdóttur aS gjöf? Nú er búiS að flytja náttúrugripasafn ríkisins burt úr húsi landsbókasafnsins, og gæti þar t. d. orSiS mjög heppilegur sýningarsalur. NauSsyn ber til þess, aS viS eignumst gott rithandasafn, bæSi til þess aS þjóSinni gefist kostur á aS sjá, hvernig skrift hefur breytzt frá einum tíma til annars og einnig til þess aS færa hina lifandi, starfandi kynslóS nær hinum ágætustu mönnum þjóSarinnar á ýmsum tímum og gera þá minnisstæSari. En at- hugun á rithöncl þeirra mundi eiga clrjúgan þátt í því. Mundi ekki mörgum þykja fengur í því að fá tækifæri til þess aS sjá rithönd þeirra biskupanna fornu í Skálholti og á Hólum, svo sem Þorláks helga og Jóns Arasonar, nafn RagnheiSar Brynjólfsdóttur, sem hún skrifaði með titrandi hcndi dag eiðs hennar, eða rithönd þeirra Espólíns, Jóns Sigurðssonar og Jónasar? Mun framtíð- inni ekki einnig þykja fengur í því að sjá skrift ýmissa samtíðarmanna vorra, svo sem Sveins Björnssonar, Einars frá Galtafelli, Kjarvals og Laxness og nótna- skrift tónsnillinganna? Ég efast ekki um það. Ég minnist þess, að einu sinni sá ég á erlendu þjóðminjasafni hóp af ungum stúlkum úr þarlendum handíðaskóla. Stúlkurnar sátu þarna á safninu og drógu upp myndir af gömlum vefnaði. Þær ætl- uðu að hafa útsaum sitt og vefnað með þjóðlegu sniði, enda voru margar fyrir- myndirnar þarna mjög fallegar. Mér skildist þá bæði gildi safnsins og hand- íðaskólans í þjóðmenningu þess lands. í lýðskólum frændþjóða okkar á Norð- urlöndum er það talið hlutverk skólanna að efla alla þjóðlega menningu og varð- veita ýmsa fagra þjóðsiði. Þar er kennt að syngja þjóðvísur og dansa þjóðdansa. Stúlkur eru hvattar til þess að nota þjóð- búninga og kennt að sauma þá. Ég endur- tek, að í skólunum er þeim kennt að sauma þá. Hvern veg er þessum málum farið í alþýðuskólum hér á landi? Á er- lendum vettvangi og alþjóðamótum hefur íslenzkur kvenbúningur hlotið verðugt lof og aðdáun, en fjarri fer því, að hon- um hafi hlotnazt sá virðingarsess hjá al- þjóð, sem honum ber. Sá háttur þyrfti að verða upp tekinn, að íslenzkar konur gengu í þjóðbúningi á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Það mundi gefa deginum þann svip, sem hann verðskuldar. Skal nu aftur vikið að söfnun og vernd forngripa. Allt fram á síðustu ár hefur ýmsum og ekki sízt öldruðu fólki fund- izt það hégómi og lítils virði að safna fornfálegum, oft ónýtum hlutum, og hef- ur skilningsleysi í þessum efnum orðið til þess, að margt hefur farið í súginn. En það er ekki rétt að líta þessum aug-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.