Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 31

Andvari - 01.05.1961, Page 31
andvahi ,AÐ FORTÍÐ SKAL IIYGGJA“ 29 hjá frændþjóðum okkar eru iðulega sam- töl við gamalt fólk, sem hefur svipaða raunasögu að segja og mörg gamalmenni hérlendis. Að lokum læt ég hér lítið brot ur ferðasögu efdr Suður-Þjóðverja einn, Samúel Kiechel að nafni, en hann ferðað- ist um Danmörku og Svíþjóð árið 1586. Aðfaranótt 10. febrúar hefur hann gist hjá skánskum bónda, en unr visdna þar farast honum þannig orð: „Híbýlin voru hrörleg og matur vond- ur. Þegar við gengum til náða, bjuggum við um okkur á gólfinu. Það eru ekki aðeins bóndinn, húsfreyjan og börnin, sem dveljast að vetrarlagi í skálanum, heldur einnig hundar og kettir og ungviði, svo sem lömb og kálfar, og jafnvel geitur °g dúfur eru þar. En óhugnanlegast af öllu er þó það, að grísir eru hafðir þarna inni, því mikill óþefur er af þeim, og á nóttinni koma þeir og sleikja mann í framan“. I Smálöndum gisti hann hjá presti ein- um á leið sinni norður til Uppsala og fékk þar góðar viðtökur, nóg að borða, hlýtt herbergi og fékk föt sín þurrkuð. Lætur hann vel yfir sér, en bætir svo við: „Til þess að vera aufúsugestur á þess- um stöðum, verður að gefa húsmæðrun- um múskethnot, kanel, engifer og annað því um líkt og börnunum látúnhringi, spegla, hnífa eða leikföng, en þessu hafa þau mjög gaman af.“ Þjóðverjanum er tíðrætt um vonda vegi og slæmt akfæri. Skammt frá Stokk- hólmi villtist hann og náði bændabýli cinu í myrkri. Hann sagði bóndanum frá vandræðum sínum og beiddist gistingar, sem hann og fékk. Bóndinn var fátækur, átti fjórar eða fimm skepnur. Hesthús- dyrnar voru svo lágar, að samferðamaður Þjóðverjans gat ekki komið hesti sínum þar inn, og varð hann að standa úti. Engan mat gátu þeir fengið keyptan hjá bóndanum, og kvaðst Þjóðverjinn halda, að svo að segja cnginn matur hafi verið til á bænum. Svo lagðist hann fyrir á gólfinu og svaf úr sér sultinn. Þetta var fimmtán árum eftir norræna sjö ára stríðið og líklegt er, að þessi skortur og fátækt hafi að einhverju leyti verið afleiðing þess. Uti á Islandi var líka háð stríð, sem olli fátækt og um- komuleysi — stríð við hafís, eldgos og einokun, einkum cr lengra leið á aldir. Ferðasögubrot þetta hef ég tekið upp úr vinsælli og víðlesinni sænskri bók. Þar er skýrt afdráttarlaust frá fortíðinni, bæði því, sem miður fór, og hinu, sem hrós á skilið, því engri þjóð er það ávinningur að afneita reynslu sinni. Bókin heitir „Hin undursamlegu örlög sænsku þjóð- arinnar'1. Og víst mega það heita undur- samleg örlög — og ekki síður fyrir okkar íslenzku þjóð við hið yzta haf að hafa siglt þjóðarskútu sinni heilli fram hjá öllum blindskerjum um aldir og hafizt frá örbirgð, áþján og umkomuleysi til þjóðmenningar, frelsis og velmegunar.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.