Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 32

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 32
KRISTMANN GUÐMUNDSSON: SAGA UM HAMINGJU Um hamingjuna eru til margar sögur, og meðan máðurinn gengur um jörðina og kann að halda á penna, verða sífellt gerðar nýjar. Þótt hamingjan sé aðeins ein, er hún margvísleg eins og mannshjörtun, sem eru farvegir hennar. Og sagan sjálf, sagan um hamingjuna, eins og hún raunverulega er, verður aldrei sögð til hlítar. Hún er daglega að mótast og heldur því áfram öld eftir öld, eftir að visnar eru hendur þeirra skálda, sem reynt hafa að færa hana í letur allt fram á vora tíð. Þegar við nefnum hamingju, eigunr við oftast við ástarsælu tveggja, konu og karls. 1 hugum flestra er hantingjan hundin ástinni. Og ástin er eins og regnboginn, tákn friðarsáttmálans milli Guðs og manna, en þegar þú reynir að snerta hann til að öðlast uppfyllingu óska þinna, víkur hann undan og er ávallt jafnfjarlægur þér, hversu mjög sem þú reynir að höndla hann. Þó höfum við sagnir um menn, sem staðið hafa undir regnboganum, og til eru þeir, sem á sarna hátt hafa höndlað ástina og gert hana að veruleika í lífi sínu. Vitrir menn hafa sagt, að ástin fölni og hverfi á braut, þegar allt gengur henni í vil, en eflist við mótstöðu og sé jafnvel fegurst og indælust undii skugga dauðans. Og sagan, sem ég ætla að segja ykkur í dag, virðist sanna þetta sjónarmið. Eigi að síður hygg ég, að önnur sjónarmið verði að skoðast jafngild, og að leiðir ástarinnar verði aldrei kannaðar eða kortlagðar. Rolf og Grete voru vinir rnínir á æskudögum. Ég þekkti þau, áður en þau giftust. Þeim var báðum allt vel gefið, sem manneskjur má prýða; ung voru þau og falleg, greind vel og höfðu fengið hæfilega menntun. Foreldrar beggja voru ríkir og leyfðu þeim að lita áhyggjulausu, skemmtilegu lífi. Bæði voru vel siðuð og höfðu mikla persónutöfra; það var gott að vera í návist þeirra, og þau áttu mikinn vinahóp. Ég minnist þess, að það var heimilislæknir fjölskyldu Rolfs, sem sagði mér fyrst frá því, að þau væru að draga sig saman. Læknir þessi hét Iderman Kuld; aldraður maður, hættur störfum að mestu. Idann var mannþekkjari mikill og ekki hjartsýnn á mannlegt eðli. Eg man enn orð hans, er hann hló stuttlega og sagði: „Mér er vel við þau, krakkagreyin; það er leiðinlegt til þess að vita, að þau skuli verða til að gera hvort annað óhamingjusamt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.