Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 37

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 37
andvari SAGA LIM HAMINGJU 35 starði á eftir þeim. Mér komu þau ókunnuglega fyrir sjónir; það var eitthvað við göngulagið, sem ég kannaðist ekki við, eitthvað nýtt í fasi þeirra, alvara og þungi, eins og þau bæru byrði mikillar sorgar. Vikurnar næstu á eftir heimsótti ég þau heldur sjaldnar en áður, kom þó til þeirra nokkrum sinnum. En þau huðu mér aldrei til sín allan þann tíma, og aðra gesti sá ég heldur ekki hjá þeim, þegar ég kom. Það var líkt og fyrstu hamingjudagana þeirra, að þau gátu aldrei hvort af öðru séð og naumast sleppt höndum hvors annars. Stundum saman gleymdu þau alveg, að ég var viðstadd- ur, en horfðu hvort á annað með upphafningu í augnaráðinu og svo ástfangin, að ekki var laust við, að það virkaði skoplega, enda þótt það gleddi hjarta mitt. Eitthvað var samt í ólagi, því að þrátt fyrir hamingju þeirra var naumast hægt að koma þeim til að brosa, og þau hlógu aldrei. Þetta var eins og að koma í sorgarhús, og ég var alveg að trénast upp á að heimsækja þau; það var að síðustu forvitnin, sem kom mér til þess. Auðvitað var ég forvitinn, ég blátt áfranr brann í skinninu að vita, hvað komið hafði fyrir. Þetta var nefnilega ekki einleikið. Þau voru svo hrifin hvort af öðru og svo hamingjusöm, að þau sáu varla umheiminn og virtust ekki iylgjast neitt með því, hvað þar gerðist. Þegar þau litu hvort á annað, var eins og þau væru að hugsa um eitthvert óviðjafnanlegt leyndarmál, sem þau ættu ein. En jafnframt voru bæði svo löl og alvörugefin, að því var líkast sem þau hefðu orðið fyrir sorg eða tapi, er naumast yrði bætt. Að lokum gat ég ekki lengur á mér setið, en fór að hitta gamla Elerman Kuld. Hann tók mér vel og var skolli íbygginn á svip. „Nri nú, hvað finnst yður, ungi maður? Sýnist yður ekki uppskurðurinn hafa tekizt bærilega?" Ég horfði spyrjandi á manninn, en hann var ekkert að ilýta sér að skýra málið fyrir mér. Hann sat við borðið og vaggaði til höfðinu með hæðnislegt hros um varir og hummaði dálítið öðru hverju. Loks leit hann upp og liorfði á mig drykklanga stund, áður en hann leysti irá skjóðunni: ,,Já, ég réðst í uppskurðinn. Þetta var dauðinn hvort eð var.“ „Nú, — hvað, — hvemig?“ stamaði ég heldur ógátulega. „Hum — ja, það er nú saga að segja frá því.“ Hann hummaði enn nokkra stund og velti vöngum, en sagði loks: „Sjáið þér til, ungi maður: meðul eiga að vera heisk og römm á bragðið, þá trúir fólk frekar á þau. Það þýðir ekkert að hjóða mönnum upp á eitthvert sætt sull, sem þeim þykir gott; engum batnar af því. Svo að ég tók mig til og bruggaði dálítið beiska mixtúru handa krakkagreyjunum. Sjáið þér til, ég mætti honum á Karl Johansgötu, þarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.