Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 40

Andvari - 01.05.1961, Side 40
ÞORSTEINN VALDIMARSSON: SPRUNGINN GÍTAR (Nótt að Hallormsstað). I. Mörkin er sofnuð á júlíkvöldi, að morgni er dagur sólar. Yfir mörkinni dregur silfurblístrið þráð sinn í bryddingar skýjanna; niðr' í moldinni krœkir það leynistigu og losar um svefn trjánna; í logninu skjálfa aspirnar, og blísturlagið góða seilar þcer upp á eyrunum og lyftir þeim hœrra og hœrra móti himindöggvum og kvöldskini í aldingarð lœvirkjanna. Dreymi' ykkur vel, segir blístrið og heldur dvínandi leiðar sinnar yfir Drekabrúna á Kerlingará, þar sem skógartjaldið speglast, hvítt eins og iítið Maríuský, í hylnum hjá Eldatanga; við hlóðina gutlar lœkurinn, og skuggi, tunglskinsbleikur, hvílir líki sitt þar á steininum og starir í kulnaðar glœður, starir í heima einn og tvo — það er Merlín og gœtir drauma.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.