Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 42

Andvari - 01.05.1961, Side 42
40 ÞORSTEINN VALDIMARSSON ANDVARI Hœ! frelsistáknið: hafið við ský í rauðum og þjótandi prímusloga. Upp af goðumþekkri dreypifórn spretta gullsteinbrjótar á klapparnefinu; og gestafullið af kubbuðum stút signir óséð hönd sem festarminni tíma og eilífðar — tunglskinsföl hönd og aldurvana. IV. Mansöngsraddir heimsendakórsins blása mœðinni uppi' í efstu rimum tólf-sinnum-tólf-tóna-stigans, og Tenórinn ölvi og gítar hans hneggja frá nirvana sœlugauksins og sáldra þaðan maurildaperlum yfir hópinn í grasinu á fjarlœgri strönd fornra hlóða, þar sem nývakinn eldur fer sínum heitu forvitnisglömpum um form þyrstra aldinbrjósta — ó, dimmblái fjóluvöndur, ó, fastnaða lífsblóm Ýtumannsins, já, vermdu þig betur, Yrpa litla, unghryssan koparfexta — og söngstjóri! þunglama fugl með svitann í grœnum skeggstubbunum, hef þig til flugs! og truttaðu' á eftir heimsendakórnum, láttu bassana opna betur undirdjúpin, já einmitt, beittu veldissprotanum — reyksvartri reyrflautu Pans------

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.