Andvari - 01.05.1961, Page 43
andvari
SPRUNGINN GÍTAR
41
V.
Bálið tœir viðarflóka,
bálið spinnur logakembur,
bálið slöngvar geislastrengjum
í himinlygnuna, stjörnukvika.
BáliS skorSaS í lœkjarhlóSum,
báliS draumaskip á grunni hylsins,
báliS fjötraS í lendataugum,
það er laust, það stendur úr opnú gini
básúnunnar —
Blú-berrí-hill!
Blúberríhill, ég tek þig þangað,
tek þig þangað hvort þú vilt eða ekki,
tek þig þangað, ó, gleymskan bíður þín,
angan á milli tveggja þúfnakolla.
Til Blúberríhill, þar sem eldingin sefur
— til Blúberríhill, þar sem alltaf er laugardagur,
Blúberríhill, þar sem klukkur standa
og aldir fljóta burt í lygnum hindaraugum —
Blúberríhill — ó!
tak vora sorg.
VI.
Hún líður fram um Mörkina
léttar en svefninn
léttar en skugginn,
og trén við götuslóðann
sveigja á veg með henni
sveiflast og titra
svigna og hrísla
dögginni hvert á annaS.
O, hár hennar! söknuður vinda —
og haustlaufavœngirnir tveir:
hjúpur og skuggsjá lendanna,
öfund fiðrildanna —