Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 46

Andvari - 01.05.1961, Page 46
44 ÞORSTEINN VALDIMARSSON ANDVART Ó, söngur fugla í trjám! — þar sem sjöstjarnan vex viÖ lœkinn sjá þeir hvar hann liggur og drýpur af hári hans og klœðum; hann snýtir rauðu og grúfir sig grátandi niður í mosann yfir gítarinn — sprunga í viðinn, beggja holund, horfir við augum fuglanna. IX. Reíga lindún — þú liggur hér óhœgt, veslings barn, og leikfangið þitt er brotið — trjám og fuglum er hulin ráðgáta, hvað megi stilla þig framar. En hlustaðu' á mig, ég tala á lcekjatungu — hún var töluð á kvöldin í árdaga skilvindunnar, löngu áður en útvarpið kom í heiminn og þegar ekkert spurðist af dauðanum; kliður hennar, reíga lindún, er Ijúfur sorgbitnu hjarta. — Já, leikfangið þitt, það er brotið. En gítarinn stóri, skógarharpan, er hún ekki söm og var? Heyrðu til — hún ómar þó víst ekki skœrar en í gœr? Ó, sjáðu á sólstrengjaörkinni bláu

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.