Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Síða 50

Andvari - 01.05.1961, Síða 50
48 15JARNI EINARSSON ANDVARI Elzti kafli máldagans cr skráður á síð- ara hluta 12. aldar, en síðan hefur verið bætt við hann nokkrum sinnum, m. a. 2—3 í tíð Snorra Sturlusonar þar á staðn- um. Efni máldagans er prentað m. a. í Is- lenzku fornbréfasafni (1. b.) og auk þess var fyrir mörgum árum gefin út nákvæm stæling af sjálfu skinnblaðinu (litografi, „steinprentuð mynd“) sem gjörð var í Kaupmannahöfn árið 1860. Fylgja útgáf- unni rækilegar skýringar. Löngu seinna var tekin ljósmynd af máldaganum sem er birt í Palæografisk Atlas. í elzta kaflanum sem nemur rúmum þrettán línum eru talin upp margvísleg ítök Reykholtskirkju, flest í nærsveitum, og fyrst (og mest) um ítökin í Grímsá (auðvitað átt við laxveiðina). Þessi kafli skal tekinn upp hér orðréttur (stafsetn- ingu og greinarmerkjum breytt lítið eitt til að auðvelda lestur): Til kirkju liggr í Reykjaholti heima- land með öllum landsnytjum; þar fylgja kýr tuttugu, griðungr tvevetr, þrír tigir á ok hundrað (þ. e. 150 ær); þar liggr til fimm hlutir Grímsár allrar, en þrír hverfa undan nema þat es (ek) mun nú telja: þat es hlaupagarðr allr ok þrír hlutir árinnar fyr norðan Miðberg, en fjórðungr- inn hverfr frá; þar fylgir ok fjórðungr Hörgshyljar síðan es séttungr es af tek- inn, ok ástemma at Rauðavats ósi; þar fylgja hestar þrír, cngi verri an fjórtán aurar; þar hverfr ok til sclför í Kjör með áveiði þeirri es þar fylgir at helfningi ok afréttr á Hrútafjarðarheiði ok ítök þau es hann (þ. e. staðurinn) á í Faxadal ok Geitland með skógi; skógur í Sanddali niðr frá Sklakkagili (þ. e. Slakka-) umb skálatófst (þ. e. -tótt), gengr mark fyr neðan ór steinum þeim es heita Klofn- ingar -— þeir standa við Sanddalsá — ok þar upp á fjallsbrún; þar fylgir ok skógr í Þverárhlíð at viða til sels; torfskurðr í Steinþórsstaðaland (nú Steindórs-); sálds sæði niðr fært. Hér verða aðeins rædd ummæli mál- dagans um ítök Reykholtskirkju í Grímsá. Það er fyrst að kirkjan á V& hluta allrar árinnar (kemur heim við frásögn séra Þór- halls af hlut Reykholtskirkju í veiðinni við Laxfoss, sem þá voru einu leifar ítaka hennar í Grímsá). Síðan eru taldar undan- tekningar frá þessu ákvæði: 1. Kirkjan á allan hlaupagarð. Nú er eigi vitað með vissu hvað hlaupagarður þýðir en hann hefur verið mannvirki, hlaðinn garður í ánni, sem með einhverjum hætti hefur verið notaður til veiða og fyrri hluti orðs- ins víkur líklega að því að ánni hefur verið hleypt í annan farveg um stundar sakir til þess að unnt væri að taka fisk- inn fyrir neðan á þurru eða í pollum og hyljum. Danskur fræðimaður, C. Rosenberg, var hér á ferð sumarið 1874 og ritaði stutta Islandslýsingu, þar sem hann sagði m. a. frá laxveiði íslendinga. Meðal algengra aðferða telur hann að veita ánni úr farvegi sínum einn dag eða tvo um það bil tvisvar á surnri og taka síðan laxinn með höndum í þurrum far- veginum. (Fra Island i Nutiden, Kaupmh. 1877). Svipaða aðferð sá Ebenezer Hen- derson hafða í Elliðaám við Reykjavík þegar hann var þar á ferð (1814—15), sjá Iceland II 179—80, eða þýðingu Snæ- bjarnar Jónssonar, 343. bls. 2. Kirkjan á 44 hluta árinnar fyrir norðan Miðberg. Kr. Kálund hefur það eftir sera Þorhalli (í skýringum við áður nefnda útgáfu máldagans) að Miðberg sé klettur í Grímsá, skammt fyrir norðan Laxfoss (þrír hólmar eru sýndir á þess- um slóðum á Uppdrætti íslands, en ör- nefnið er þar ekki; væri gott að fá að vita hvort fólkið í sveitinni kannast nú við það). 3. „Þar fylgir ok fjórðungr Hörgshyljar síðan es séttungr es af tekinn". Þetta ör-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.