Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 54

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 54
52 IIANNES PÉTURSloN ANDVARI menntasöguleg áhrif úr þeirri átt, þau gefa að vísu oft til kynna, hvaða erlend skáld vor eigin skáld hafa lesið og metið, en hvort þau hafa nokkuð af þeim lært, er önnur saga. Þó fer þetta stundum saman, eins og Jónas Hallgrímsson er gott dæmi um. Hér á Islandi ríkir auk þess nokkur sérstaða í þessum efnum. Mörg öndvegisrit heimsbókmenntanna eru enn óþýdd á vora tungu, en ekki er þar með sagt, að þau hafi með öllu farið fram hjá íslendingum. A þessu landi hafa áhugamenn um bókmenntir vanalega verið læsir á eitt eða fleiri af þeim erlendu málum, sem oss skipta mestu, og hafa því kynnzt mörgum af öndvegisritum heims- bókmenntanna ýmist á frummálinu eða í erlendum þýðingum. Frægt dæmi er Staðarhóls-Páll (d. 1598). í bréfi getur hann bókarinnar II Principe eftir Macchiavelli, sem dáinn er á sömu öld og Páll, eða 1527, og var þetta fræga rit í eigu Páls sjálfs. Þessi bók hefur ekki enn — mér vitanlega — verið þýdd á íslenzku. Annað nærtækara dæmi: Eftir Thomas Mann, helzta skáldsagnahöfund Þjóðverja á þessari öld, hefur komið út í bók á íslenzku aðeins ein löng smá- saga, Tonio Kröger. Þrátt fyrir þetta má segja, að verk hans séu hér vel kunn meðal bókmenntamanna og oft um þau rætt. Hins vegar eigum vér í þýðingum þýzkan skáldskap, sem mikil áhrif hafði í heimalandinu á sínum tíma, en haft hefur hverfandi lítil áhrif á íslenzkar bók- menntir, er þetta Messíasarkviða Klop- stocks, sem hann lauk við árið 1773, en séra Jón Þorláksson á Bægisá þýddi á seinustu árum sínum (d. 1819). Þótt þýð- ingar séra Jóns hefðu gildi fyrir Jónas Hallgrímsson og fleiri skáld vegna máls og stíls, þá hafa skáldverkin sjálf, bæði Paradísarmissir, sem séra Jón þýddi nokkru fyrr, og Messíasarkviða, lítil spor skilið eftir í Ijóðagerð vorri. Þeir munu nú fáir, sem lesið hafa Messíasarkviðu nema lauslega. Samt sem áður var hér stórbrotin viðleitni gerð til að færa heim til íslands eitt hið helzta verk þýzkra sam- tímabókmennta. Ég hef engan heyrt hafa yfir ljóðlínur úr þessari miklu þýðingu. Hins vegar má geta þess hér til gamans, að einhver fallegasta vísa frá hinum svo- kölluðu myrku öldum í íslandssögunni er upprunalega þýzk, þýdd af séra Ólafi Jónssyni á Söndum (d. 1627). Er hún í kvæði sem heitir: Til skemmtunar við öldrykkju. Munu margir við hana kann- ast; hún er þannig: Eitt sinn fór ég yfir um Rín á laufblaði einnar lilju, lítil var ferjan mín. * Enda þótt hin mikla þýðing séra Jóns á Bægisá hefði lítil áhrif á ljóðskyn ís- lendinga, var þess ekki langt að bíða, að önnur þýzk kvæði bæru hingað nýjan Ijóðstíl. Sá sem mestan þátt átti í því var sjálfur Jónas Hallgrímsson. Hann er frumkvöðull þess að þýzkar bókmenntir taka að hafa hér meiri bókmennta- söguleg áhrif en áður, og óhætt mun að segja, að 19. öldin sé sá tími í bók- menntasögu vorri, sem mest er mót- aður af þýzkum anda, að minnsta kosti allt þar til raunsæisstefnan kom til skjal- anna; þá bárust hin nýju áhrif einkum frá Norðurlöndum, Frakklandi og Rúss- landi. Með nýrómantíkinni koma fram einkenni, sem aftur á móti áttu uppruna sinn í Þýzkalandi og Frakklandi, en segja má, að nú á síðustu árum séu áhrif enskra og amerískra bókmennta mest áberandi. Hin nýju, þýzku bókmenntaáhrif á fyrri hluta 19. aldar eru einkum til vor komin fyrir tilstilli Fjölnis. Tel ég því rétt að staldra nokkuð við hann. Raunar mætti segja, að rómantíkin bærist hingað fyrst með Bjarna Thorarensen, en ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.