Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 72
70
UNO VON TROIL
ANDVARI
viljaðir og ákaflega gestrisnir. Margar
fornar siðvenjur liafa þeir í heiÖri, svip-
aðar þeim sem tíðkuðust hjá okkur í
sveitum, t. a. m. halda þeir fyrsta maí
hátíðlegan o. s. frv.
Ferðinni var haldið áfram frá Suður-
eyjum og loksins náðum við til íslands
hinn 28. ágúst og vörpuÖum akkerum
úd fyrir Bessastöðum, hinu fræga setri
Snorra Sturlusonar. Okkur þótti sem við
værum komnir í annan heim. í stað fag-
urra héraða, sem áður mættu augum
okkar, var hér ekkert annað að sjá en
ofboðslegar minjar sundurleitustu eyði-
leggingar. Gerið yður í hugarlund land,
þar sem hvergi sést annaö en nakin fjöll
með eilífum jökli á efstu brúnum. A lág-
lendinu milli fjallanna rísa gleraðar
klappir með háum og hvössum brúnum,
sem keppast við að fela hinn litla gróður,
sem vex á milli þeirra. AS baki þessara
skuggalegu múra levnast bvggðir lands-
manna, dreifðar út um allt. Hvergi sést
nokkurt tré, sem skýlt geti vináttu og
sakleysi. Ég vænti þess varla, minn herra,
að þessi frásögn veki yÖur mikinn hug
á að gerast íslendingur. Ég þori að
ábyrgjast, að við fyrstu sýn kæmi engum
manni til hugar, að slíkt land væri byggi-
legt mannlegum verum, ef ekki væru
alls staðar bátar á ströndinni.
Varla getur nokkurt land, sem nátt-
úran hefur búið jafn fátæklega að, og
þar sem hún birtist hvarvetna í jafn
óhugnanlegum myndum. Þó lifa þarna
nálega 60 þúsundir manna. Ekki eru
þeir beinlínis óhamingjusamir, því að
þeir vita ekki, hvað vekur mönnum unað
á öðrum stöðum. Ég dvaldist hér harð-
ánægður í rúmar sex vikur og sýslaði við
að kynna mér hina furðulegu náttúru
landsins eða aflaði mér upplýsinga um
þjóðina, tungu hennar, siði o. s. frv.
Um fyrra atriðið cr ég húinn að skrifa
herra Bergman, prófessóri og riddara, og
vafalaust lánar hann yður bréfið með
ánægju, ef þér farið þess á leit, en um
þjóðina vil ég fara nokkrum orðum.
Eins og mínum herra er kunnugt var
ísland fyrst byggt á níundu öld af norsk-
um landnámsmönnum, og voru í þeirra
hópi margir Svíar. Lengi vel lifðu þeir
öllum óháðir í þessum afkima veraldar,
en voru að lokum neyddir til að játast
undir veldi Noregskonunga og fylgdu
svo Noregi, þegar landið gekk á hönd
Dönum. Fyrrum var íslandi ráðið af
flotaforingja, sem kom til landsins ár
hvert til nauðsynlegra stjórnarathafna.
Nú hefur landinu um nokkurra ára skeið
verið stjórnað af stiftamtmanni, búsett-
um í landinu, og heitir sá Lauritz Thodal,
sem nú gegnir embættinu. Hann var
fulltrúi Dana í landamæranefnd Noregs
og Svíþjóðar og dvaldist nokkra vetur í
Stokkhólmi.
íslendingar eru menn ákaflega góð-
lvndir og heiðarlegir, en ekki eru þeir
jafn hraustbyggðir og vænta mætti og
þvísíöur gerfilegir. Svo þungbúnir eru
þeir, að mig minnir, að ég sæi þá sjaldan
hlæja. Lestur fornsagna er þeim kærast
tómstundagaman, og aldrei hefur verið
uppi sá íslendingur, sem ekki kunni sögu
þjóðar sinnar. Stundum spila þeir á spil,
eitthvað sem líkist lander.
Hús sín gera íslendingar úr hraun-
grjóti og þekja torfi, og eru þau svo smá
að varla er hægt að snúa sér við inni í
þeim. Gólf eru þar engin og glergluggar
sjaldgæfir, en í þeirra stað eru notaðir
skjágluggar. Reykháfa þurfa þeir ekki,
því að eldur er aðeins kveiktur til mat-
seldar og mórinn lagður á gólfið. Það
ætti því ekki að koma mínum herra á
óvart, að hvergi í landinu gátum við
fengið annað þak yfir höfuðið en kaup-
mannsbúðir, og í Hekluferð okkar urð-
um við oftast að sofa í kirkjum.
Viðurværi íslendinga er mest harðfisk-