Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 87

Andvari - 01.05.1961, Page 87
ANDVARI VAXTARÁÆTLUN VEGNA MANNFJÖLDA 85 sennilegasta íbúatala Akureyrar og Húsa- víkur til samans verði 36 þúsund um aldamót; þar af hugði hann 33 þús. bú- sett á Akureyri. Utan þeirra bæja áætla ég fjölgunina 14—15 þúsund og nái til allra byggða í fjórðungnum. Það, að ég áætla smákaupstöðum og kauptúnum nyrðra nokkru hraðari fjölgun en Valdi- mar, veldur engri skaðlegri hlutfalla- skekkju milli okkar, því að ég reikna þjóðarfjölgunina alla meiri en hann. Að frádregnum 36 þúsundum frá 110 þarf ég þá að ætla 74 þúsundum stað í fimm eða fleiri uppgangskaupstöðum, sem ég hygg verði á Suðvesturlandi, sam- kvæmt nútímalíkum um beizlun fall- vatna, jarðhita og þéttbýlisvilja þess, sem ríkur er í kynslóð vorri. Utgerðar- og út- flutningsiðjuskilyrði eru einnig hagstæð á þeim slóðum. Látum sem hæfilegast sé að ætla Akra- nesi, Vestmannaeyjum og Keflavík 30 þúsund saman (hafa með Njarðvíkurhr. 14.5 þús.), því að Þorlákshöfn tekur mestu stækkunina frá Eyjum. Um þær Arnesingaborgir, sem nú er unnt að sjá fvrir: Selfoss með Hveragerði, Þorláks- höfn með Eyrarbakka, — fylgi ég 25 þúsunda ágizkun Valdimars Kristinsson- ar, en hækka hana um 4 þúsund til sam- ræmis við þjóðarfjölgun. Loks ætla ég hálfum öðrum tug þúsunda rúm í iðn- aðarkaupstöðum, sem rannsókn náttúru- auðlinda kann að vísa okkur á að stofna á ófyrirsjáanlegum stöðum. Þótt ég sé eindreginn stuðningsmaður þess jafnvægis í landsbyggð, sem okkur er menningarlega hollt og atvinnulega skaðlaust, telja víst ýmsir þessa ætlun og gizkun mína stefna markvisst að ójafn- vægi. Þeir munu t. d. ugga, að feiknar- leg fjölgun í Arnessýslu dragi ekki aðeins lið frá Suðurnesjum og Evjum, heldur til stórra muna frá Austfjörðum og Vest- fjörðum til launavinnu og útgerðarstarf- semi í Þorlákshöfn, efling hennar „skaði“ bæina þar. Jaínvægi nær hrasandi maður svo bezt, að hann komi skjótt fyrir sig fótum í dá- lítið öðrum sporum en hann stóð fyrr. 011 búsetu- og atvinnutilfærsla, senr slíkri þörf fullnægir, er í mínum augurn jafn- vægisviðleitni í straumi tímans og árang- ursbetri en viðleitnin hin að þykjast vera klettur, sem straumur vinni ekki á. Aðrir telja áætlaðan fjölda í höfuðstað of lítinn (V. K. 165 þús., en ég 180 þús.). Takmörkun sú er sízt sprottin af vantrú á Reykjavík, en styðst við erlend dæmi og innlendar aðstæður. Innan 60 km hringferils frá Rvík munu stórir kaup- staðir verða fylgihnettir, sem taka við mánaljósi hennar eins og tungl við birtu af skínandi skildi jarðar. Velgengni þeirra á að vera kappsmál höfuðstaðarins, og þá veita þeir aukna trygging fvrir hagsæld og menningarbrag hans. Dæmi um grannbæi og höfuðstaSi norrænna landshluta. Samgöngur næstliðinna mannsaldra voru sizt með þeim hætti, að hentugt reyndist að blanda útflutningsiðjurekstri og öðru, sem borgir lifa af, út um bvggðir að nauðsynjalausu. Einnig innan borgar kepptist fólk við að búa sem næst rniðbæ; „flóttinn úr sveitinni" var ekki kominn á leiðarenda, þótt í úthverfi eða grannbæi höfuðstaðar væri setzt um stund. Þannig var lengi um Reykjavík, Björg- vin og Niðarós, svo að nefndir séu for- vstubæir í sama stærðarflokki (Björgvin jafnan stærst). Svo var ríki Niðaróss mikið, að sæfarar nefndu staðinn einan Þrándheim, og svo heitir hann nú; lands- hlutinn er því sviptur fornu nafni sínu, heitir Þrændalög. Orkangur, Lifangur, Veradalseyri og aðrir hafnarstaðir í nánd eiga afarþröng vaxtarskilyrði sökum ægis- hjálms borgarinnar. Helzt dafnar Stein-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.