Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 97

Andvari - 01.05.1961, Side 97
ANDVARI RITSJÁ 95 sér — lýsir kvikunni í sál sinni á æsku- árum og hugmyndum sínum um mennt og lærdóm. Þessari grein var andmælt snarp- lega, þegar hún birtist fyrst; og má ég ekki bera um það. Hinu verður ekki haggað, að hún er margfróð og geðfelld heimild um höfund sinn — um undirstöðurnar í hjarta hans. Það liggur öldungis í augum uppi, að Einar Kvaran ritaði ekki afmælisgreinar eða dánarminningar til að rista mönnum níð; í þessari bók er hrósið vitaskuld rúmfrekara en aðfinnslurnar. En Einar Kvaran er engin loftunga, hann segir ekki eintóman kost á mönnum. Hann dregur ekki fjöður yfir bresti þeirra; hann deilir jafnvel við þá um skoðanir þeirra. Ég nefni í þessu sambandi greinarnar um Indriða Indriðason og séra Jón Bjamason. En hreinskilni hans og sann- leiksást ber sjálfri sér vitni í öllum grein- unum; í þeim ríkir einmitt það jafnvægi ljóss og skugga, sem gerir veröld þeirra trúverðuga og eðlilega — þær em ekki rit- aðar til að lofa eða lasta, heldur til að segja þann sannleik um hlutaðeigendur sem höfundurinn veit öruggastan. Af þessari bók verður manni ennþá einu sinni ljóst, hvernig það eykur ritverki gildi að höfundur þess sé sjálfur sæmilegur maður. Á fjölmörgum skoðunum Kvarans hef ég litlar mætur, ýmsar röksemdir hans og hugmyndir í sjálf- um sér era mér um geð. En eigi að síður er þægt að lesa mál hans — af því honum er ævinlega svo innileg alvara, af því ein- lægni hans er alla tíð svo hrein og fölskva- laus. En öllum getur skotizt. Ég vil neyta þessa færis til að leiðrétta tvö atriði í ritgerð Kvarans um Þorstein Erlingsson. Hann segir frá skáldalaunum Þorsteins; og verður ekki annað ráðið af frásögninni en hann telji Þorstein hafa notið 600 króna skálda- launa frá því hann hlaut þau fyrst og allt til 1909, þegar þau voru hækkuð upp í 1200 krónur. En það er næsta ónákvæm sagnfræði. Þorsteinn hlaut að vísu 600 króna skáldalaun árið 1895, en þau voru aftur felld niður á þinginu 1897 — sumarið eftir fyrstu útgáfu Þyma! Það var ekki fyrr en fjórum árum síðar, sem alþingi rétti aftur hlut sinn að nokkru: fyrir atfylgi Skúla Thoroddsens veitti það Þorsteini 500 króna skáldalaun. Árið 1903 var upphæðin hækkuð í 600 krónur og tveimur árum síðar í 800 krónur. Árið 1909 hlaut svo Þorsteinn 1200 króna skáldalaun — eins og Einar greinir réttilega. Hitt atriðið er frásögn hans af „sinnaskiptum" Þorsteins í eilífðarmál- unum. Kvaran tilfærir innan tilvitnunar- merkja ummæli sem Þorsteinn á að hafa viðhaft „við einn af vinum sínum“, „ekki löngu fyrir andlát sitt“. Þau eru þannig: „Svo að við eigum þá að hittast aftur! Það er nokkuð kynlegt að fara að vita þetta, eftir að hafa verið vonlaus um þetta 25 ár. En stundum streitist maður mest á móti því, sem maður þráir mest“. Þessi ummæli, sem vitanlega nær engri átt að tilfæra sem óbrengluð orð Þorsteins, telur Kvaran full- gilda sönnun þess að hann hafi tekið trú á annað líf undir ævilokin. En jafnvel þótt orðin væru nákvæmlega rétt eftir höfð, þá er enginn stafur í þeim sem sýni að Þorsteinn hafi snúizt á sveif með eilífðar- trúnni. Háðið eða gamansemin í tveimur fyrstu setningunum leynir sér ekki; en þriðja setningin segir það eitt, að Þorsteinn hefði hæglega getað sætt sig við að lifa áfram eftir jarðneskan dauða sinn. En hver er sá, að hann gæti ekki unað því hlut- skipti? En það er allt annar handleggur en trúa því statt og stöðugt, að það falli manni í skaut. Fátt er algengara en dreyma eitt og vera fullviss um hið gagnstæða. Það cr sitt hvað: þrá og sannfæring. íslenzk tunga hefur auðgazt stórlega á síðustu áratugum, og upp hafa risið annáls- verðir og undraverðir stílsnillingar. Einar Kvaran er enginn sérstakur fimleikamaður í stíl; stundum er orðalag hans ekki eins hnitmiðað og hárnákvæmt og nú verður lesið í ritum leiknustu manna. En hann hefur einfaldleikann á valdi sínu; mál hans er alltaf óþrúgað og stíll hans ævinlega áreynslulaus, á sama hátt og hugsun hans er sífellt ljós. Hann kunni þá list að koma meiningu sinni til skila á heilbrigðu máli; en hann er ekki bellinn stílisti eða útsmog-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.