Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 98

Andvari - 01.05.1961, Side 98
96 RITSJA ANDVAIU inn málsnillingur, sem bjóði lesandanum upp á óvænta hluti í hverri málsgrein. Kannski stendur þó einfaldleiki hans og skýrleiki ekki miklu skemur en hinir lærðu töfrar sumra nýtízkari höfunda á íslandi. Tómas Guðmundsson skáld hefur ann- azt útgáfu Mannlýsinga. Ég hef vitaskuld ekki kynnt mér frágang hans á textanum, en geri ráð fyrir því að hann sé allur með felldu. Nokkrar prentvillur hafa slegizt í för með hókinni; og auk þess hefur vísu- partur eftir horstein Erlingsson, á 107. blað- síðu, misst annan fótinn fyrir neðan hné. Nafn séra Jóns Bjarnasonar hefur fallið brott úr efnisyfirliti. En Tómas eykur bæði lengd og gildi bókarinnar með ýtarlegri rit- gerð um höfundinn, þar sem hann rekur ævisögu lians og ritferil í Ijósu máli og gerir nokkra grein fyrir þroskasögu hans og lífsviðhorfi. Greinin er fagurlega samin, eins og vænta mátti; hún sýnir staðgóða þekkingu á skáldskap Kvarans og vitnar um samúð með ýmsum mætustu hugsjónum hans. Samt sem áður mætti fetta fingur út í sum atriði í ritgerðinni — eins og þegar segir að skoðanir Brandesar „reyndust hald- lausar", þótt höfuðinntakið í hókmennta- legum boðskap hans væri „annars vegar krafan um andlégt frelsi, réttinn til frjálsrar hugsunar og frjálsrar rannsóknar, og hins vegar skyldan, sem þessi sami réttur lagði mönnum á herðar til þátttöku í sögulegri framvindu tínians". Idverjum reyndust slíkar skoðanir haldlausar? Unga kynslóðin á íslandi þekkir Einar H. Kvaran nær einvörðungu af skáldverk- um hans, sem vissulega eru tekin að fyrn- ast sum hver. Þessi bók sýnir okkur hann í nýju og góðu Ijósi, skýrir drætti í mynd hans, víkkar landnám hans. Mannlýsingar Einars Kt'arans sóma sér hvarvetna með ágætum vel. Bjami Benediktsson.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.