Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 100

Andvari - 01.05.1961, Page 100
BJARNI EINARSSON S KÁLDA S Ö G U R í riti þessu fjallar höfundur um fjórar íslendinga sögur — sögur um skáld og ástir. Teknar eru til meðferðar Kormáks saga, Hallfreðar saga, Bjarnar saga Hítdælakappa og Gunnlaugs saga ormstungu. Höfundur kostar kapps um að varpa nýju ljósi á sköpunarsögu þessara sagna og vinnubrögð höfundanna. í formála segir: „Yfirleitt hefur verið litið á skálda- og ástasögurnar sem ævisögur í aðalatriðum . . . Með því að ganga að því gefnu að sögurnar væru sagn- fræðileg verk, unnin úr vísum skáldanna sjálfra og munnmælasögum um þau, hefur í rauninni verið byrjað á öfugum cnda. Ilinar rituðu sögur eru það eina sem við höfum í liöndum og söguhöfundarnir eru einu „sagnamennirnir" sem með vissu hafa um þær fjallað." Bjarni Einarsson leggur áherzlu á að kanna áhrif og fyrirmyndir úr erlendum hókmenntum og kcmst þar að athyglisverðum niðurstöðum. — í lok formálans segir: „Hvað sem líður útlendum áhrifum í íslendinga sögum — og þau eru meira og minna í þeim öllum eins og cðlilegt er því að íslenzkir rit- höfundar á tólftu og þrettándu öld voru engir heimalningar — þá cr víst að þær cru alíslenzk snilldarverk, að sönnu misjöfn að gæðum og ckki öll jal'n íslenzk í anda. En í þeim eru tvinnaðir saman í eina órjúfanlega listræna hcild hinir ólíkustu þættir bæði af útlenduin og innlendum toga spunnir. Og vilji menn rcyna að afla sér vitneskju um íslenzka menntun og menningu á þeim öldum þegar forfeður okkar unnu sín aðdáanlegu bókmenntaafrek, er ckki ófróðlegt að athuga hver kynni þeir höfðu af erlendum menntum og menningarstraumum og á hvern hátt þeir brugðust við útlendum áhrifum sem yfirleitt voru svo afar ólík fornum innlendum menningararfi þjóðarinnar." Útsöluverð í bandi kr. 185,00. Félagsverð í bandi kr. 145,00. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.