Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 56

Andvari - 01.01.1987, Page 56
54 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI Pað er erfitt að ofmeta gildi þýðinga fyrir þær miklu breytingar sem urðu á ensku máli á sextándu öld. Þótt Englendingar ættu á eldra máli slík stórvirki epískrar ljóðlistar sem Bjólfskviðu (Beowulf) og Canterbury Tales, er það fyrst og fremst á sextándu öld sem enskan siglir hraðbyri í að verða það þjála tungumál sem hún er í dag. Það eru ekki síst þýðingar erlendra verka sem temja og skerpa málið en ljá því jafnframt þann sveigjanleika sem það býr yfir í lok sextándu aldar þegar það öðlast svo glæsilega framrás og allt að því fullkomnun í verkum Shakespeares.2 Þau verk eru því að mörgu leyti óbeint afsprengi frjóasta þýðingaskeiðs enskrar tungu.3 Raunar er einnig um alveg bein áhrif að ræða, því Shakespeare studdist mikið við þýðingar er hann samdi leikrit sín. Má nefna þýðingu Thomasar Nortons á ævisögum grískra og rómverskra stórmenna eftir Plútark (The Lives of the noble Grecians and Romanes), en sú þýðing hugnaðist Shakespeare svo mjög að hann skaut mörgum línum þaðan svo til orðrétt inn í sum verka sinna. Á hinn bóginn má segja, með ofurlitlum ýkjum, að það sé ekki síst Shakespeare og sískynjuð návist hans í bókmenntalífi enskrar tungu sem valda því að dregur úr mikilvægi þýðinga á ensku eftir hans daga. Nú verða verk hans sjálfs glæstar fyrirmyndir um stórbrotna sköpunargáfu og listræna meðferð enskrar tungu og minnkar þá þörf fyrir að flytja slíkar fyrirmyndir inn frá öðrum málum. En um leið og af sömu ástæðum taka verk Shake- speares að skipta höfuðmáli í þýðingastarfi á öðrum tungumálum, einkum er líður fram á 18. öld. Brátt var svo komið að meðal vestrænna þjóða bjó enginn texti nema Biblían yfir jafn miklu „átoríteti,“ þvílíku hefðarvaldi og virðingaráru sem verk Shakespeares. Metnaðarhámark hvers þýðanda fólst í að koma Shakespeare yfir á tungumál sitt og verk hans urðu grundvallar- þáttur í jafnt bókmenntun sem leikhúslífi ótal þjóða. í sumum löndum — Þýskaland er gott dæmi — hafa Shakespeare-þýðingar jafnvel haft svo gagn- ger áhrif á tungutak bókmenntanna að það er erfitt að ímynda sér þróun þess án hlutar Shakespeares og þýðenda hans. Vart mun þetta þó gilda um hlut Shakespeares á íslensku bókmenntasviði. Um miðja þessa öld höfðu einungis sjö þýðingar á heilum leikverkum eftir Shakespeare komist á íslenskt prent. Fyrstur til að þýða Shakespeare varð Steingrímur Thorsteinsson en íslensk gerð hans af Lear konungi birtist þó ekki fyrr en 1878, eftir að Matthías Jochumsson hafði gefið út þýðingu sína á Macbeth (1874). Matthías bætti við þremur Shakespeare-þýðingum: Hamlet (1878), Othello (1882) og Rómeó og Júlíu (1887) og á þessum árum kom einnig út þýðing Eiríks Magnússonar á The Tempest sem hann kallaði Storminn (1885). Næsta heildar-þýðing á leikverki eftir Shakespeare kom ekki út fyrr en 1946 þegar Kaupmaðurinn í Feneyjum birtist í búningi Sigurðar Grímssonar. Áður hafði þó komið til sögunnar atkvæðamikill Shake- speare-þýðandi, Indriði Einarsson, sem þýddi 14 leikverk Shakespeares á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.