Andvari - 01.01.1987, Side 57
ANDVARI
SKAPANDI TRYGGÐ
55
þriðja áratugnum.4 Ekkert þeirra hefur þó komist á prent og einungis tvö á
leiksvið, Þrettándakvöld (Twelfth Night) og Vetrarævintýri (Winter’s Tale),
en þau voru raunar fyrstu verk Shakespeares sem sviðsett voru hér á landi.
Á sjötta áratugnum tekur svo Helgi Hálfdanarson að íslenska leikrit
Shakespeares og hefur starfað að því fram á þennan dag. Verður seint farið of
stórum orðum um afrek það sem þessi afburðaþýðandi hefur unnið með
Shakespeare-þýðingum sínum (og er þá ógetið fjölda annarra þýðinga hans).
Á árunum 1956-1975 gaf Mál og menning út í þýðingu Helga 17 leikrit í sex
bindum. Nú mun Helgi hafa þýtt öll 37 leikrit Shakespeares og er verið að
gefa þau út í átta binda heildarútgáfu Almenna bókafélagsins sem byrjaði að
koma út 1982 (þegar þetta er skrifað hafa birst fjögur bindi).
í stuttri grein gefst ekki rými til að gefa neina heildarmynd af íslenskum
Shakespeare-þýðingum. Ætlunin er einungis að fara um þær nokkrum orðum
með sérstöku tilliti til þeirra tveggja þýðinga á frægasta verki Shakespeares,
Hamlet Danaprins, sem við eigum á íslensku. Ég legg meiri áherslu á þýðingu
Helga Hálfdanarsonar, en hef þýðingu Matthíasar fremur til hliðsjónar og
samanburðar. Ástæðan er sú að ég er ekki nema að litlu leyti að kanna
sögulega þróun Shakespeare-þýðinga, heldur ígrunda hvernig slíkar þýðing-
ar horfi við okkur í samtímanum — og nú er óneitanlega svo komið að þeir
Shakespeare og Helgi eru orðnir nátengdir í huga íslensks bókmenntafólks.
Ég tel heillavænlegast að einskorða þessa rannsókn við eitt verk, til að hægt sé
að skoða einstök vandamál í Ijósi afmarkaðrar heildar, en ég vona að athug-
anir mínar hafi almennt gildi um ýmis þýðingaratriði. En fyrst mun ég þó
víkja að sérstökum vandamálum sem lúta að lestri og þýðingum leikrita.
Leikrit og leiksvið
Hlutskipti leikritsþýðanda er að því leyti flóknara en annarra þýðenda að
hann túlkar texta sem ekki einungis er lesinn heldur á eftir að verða túlkaður
og fluttur (,,leikinn“) af öðrum áður en hann kemur í hlut endanlegra
viðtakenda og túlkunar þeirra. Mikill meirihluti íslenskra leikritaþýðinga
hefur raunar einungis borist til viðtakenda um svið leikhúsanna eða á öldum
Ijósvakans, því skammarlega fátítt er að slíkar þýðingar komist á prent.
Ugglaust telja ýmsir að ekki skipti meginmáli þótt slíkir textar séu hvergi til
nema í fórum leikhúsanna, því að gildi þeirra felist fyrst og fremst í leikrænni
fjáningu þeirra á sviði. Ekki ætla ég að gera Lárusi Pálssyni upp svo róttæka
skoðun þótt ég vitni hér til orða hans sem dæmi um viðhorf leikhúsmanns til
texta Shakespeares. Hann segir í formála að þýðingu Sigurðar Grímssonar á
Kaupmanninum í Feneyjum að Shakespeare hefði aldrei orðið mesta
Uikritaskáld okkar tíma nema