Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 57

Andvari - 01.01.1987, Page 57
ANDVARI SKAPANDI TRYGGÐ 55 þriðja áratugnum.4 Ekkert þeirra hefur þó komist á prent og einungis tvö á leiksvið, Þrettándakvöld (Twelfth Night) og Vetrarævintýri (Winter’s Tale), en þau voru raunar fyrstu verk Shakespeares sem sviðsett voru hér á landi. Á sjötta áratugnum tekur svo Helgi Hálfdanarson að íslenska leikrit Shakespeares og hefur starfað að því fram á þennan dag. Verður seint farið of stórum orðum um afrek það sem þessi afburðaþýðandi hefur unnið með Shakespeare-þýðingum sínum (og er þá ógetið fjölda annarra þýðinga hans). Á árunum 1956-1975 gaf Mál og menning út í þýðingu Helga 17 leikrit í sex bindum. Nú mun Helgi hafa þýtt öll 37 leikrit Shakespeares og er verið að gefa þau út í átta binda heildarútgáfu Almenna bókafélagsins sem byrjaði að koma út 1982 (þegar þetta er skrifað hafa birst fjögur bindi). í stuttri grein gefst ekki rými til að gefa neina heildarmynd af íslenskum Shakespeare-þýðingum. Ætlunin er einungis að fara um þær nokkrum orðum með sérstöku tilliti til þeirra tveggja þýðinga á frægasta verki Shakespeares, Hamlet Danaprins, sem við eigum á íslensku. Ég legg meiri áherslu á þýðingu Helga Hálfdanarsonar, en hef þýðingu Matthíasar fremur til hliðsjónar og samanburðar. Ástæðan er sú að ég er ekki nema að litlu leyti að kanna sögulega þróun Shakespeare-þýðinga, heldur ígrunda hvernig slíkar þýðing- ar horfi við okkur í samtímanum — og nú er óneitanlega svo komið að þeir Shakespeare og Helgi eru orðnir nátengdir í huga íslensks bókmenntafólks. Ég tel heillavænlegast að einskorða þessa rannsókn við eitt verk, til að hægt sé að skoða einstök vandamál í Ijósi afmarkaðrar heildar, en ég vona að athug- anir mínar hafi almennt gildi um ýmis þýðingaratriði. En fyrst mun ég þó víkja að sérstökum vandamálum sem lúta að lestri og þýðingum leikrita. Leikrit og leiksvið Hlutskipti leikritsþýðanda er að því leyti flóknara en annarra þýðenda að hann túlkar texta sem ekki einungis er lesinn heldur á eftir að verða túlkaður og fluttur (,,leikinn“) af öðrum áður en hann kemur í hlut endanlegra viðtakenda og túlkunar þeirra. Mikill meirihluti íslenskra leikritaþýðinga hefur raunar einungis borist til viðtakenda um svið leikhúsanna eða á öldum Ijósvakans, því skammarlega fátítt er að slíkar þýðingar komist á prent. Ugglaust telja ýmsir að ekki skipti meginmáli þótt slíkir textar séu hvergi til nema í fórum leikhúsanna, því að gildi þeirra felist fyrst og fremst í leikrænni fjáningu þeirra á sviði. Ekki ætla ég að gera Lárusi Pálssyni upp svo róttæka skoðun þótt ég vitni hér til orða hans sem dæmi um viðhorf leikhúsmanns til texta Shakespeares. Hann segir í formála að þýðingu Sigurðar Grímssonar á Kaupmanninum í Feneyjum að Shakespeare hefði aldrei orðið mesta Uikritaskáld okkar tíma nema
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.