Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Síða 59

Andvari - 01.01.1987, Síða 59
ANDVARI SKAPANDI TRYGGÐ 57 leiksýningu, þá hjálpar leikhúsreynsla lesandans honum til að draga fram þann sviðstexta sem hann skynjar í leiktextanum. Hitt gerist svo einnig, einkum ef um uppfærslu klassískra verka er að ræða, að lesandinn þekki leiktextann fyrir og ,,beiti“ honum við að nema sviðstextann. Ég hygg það algengt að þeir sem sækja Shakespeare-sýningar séu kunnugir textanum fyrir. Slíkir áhorfendur ættu til dæmis að geta notið betur myndmáls Shake- speares þegar það verður hvað stórbrotnast og kallar á okkur að staldra við og skoða nánar — ef til vill hefur Helgi Hálfdanarson slíka kafla í huga þegar hann segir sumt það ágætasta í verkum Shakespeares best hæfa vandlegum lestri. Þegar leiktexti er lesinn og þýddur er sviðstexti því með í spilinu sem eins konar „undirtexti“. Að vísu eru ýmis atriði hins einstaka sviðstexta — til dæmis sviðslegar takmarkanir hlutaðeigandi leikhúss og sérstakar tilfærslur leikstjóra — sem geta legið utan leiktextans þótt hugmyndir um uppfærslu- möguleika kvikni út frá honum. Svo fremi þýðandi sé ekki að hlýða sérstök- um fyrirmælum leikstjóra ættu slík atriði ekki að snerta þá víxlverkan leiktexta og sviðstexta sem á sér stað í máli leikritsins og sem þýðandi kappkostar að finna jafngildi fyrir.9 í flestum tilfellum hlýtur þýðandi að einbeita sér að þeim atriðum sem virk eru í leiktextanum og varða leikhœfi hans.10 Samkvæmt því sem hér hefur verið sagt er leikhæfi texta ekki einbundið raunverulegri sviðsetningu heldur skiptir það miklu máli við lestur textans. Leikritaþýðendur eru og flestir á þessari skoðun, að minnsta kosti ef marka má skoðanakönnun sem gerð var á meðal töluverðs fjölda þeirra. Mikill meirihluti taldi að ein og sama leikritsþýðingin ætti að henta jafnt sviðsflutn- ingi sem lestri.11 Lesendur jafnt sem áhorfendur verða að gera sér grein fyrir tengslum samræðu og ómálbundinna aðstæðna en um þau tengsl segir Jirí Veltrusky: Tengsl samræðu og ómálbundinna aðstæðna eru sterk og gagnkvæm. Iðulega sjá aðstæðurnar samræðunum fyrir viðfangsefni. Ennfremur blandast aðstæður á ýmsan hátt inn í samræðurnar, hvert sem viðfangsefnið kann að vera, hafa áhrif á hvernig þeim vindur fram, valda breytingum eða umskiptum, eða hamla þeim með öllu. Samræðurnar varpa á hinn bóginn stigmagnandi ljósi á aðstæður, víkja þeim við eða umhverfa þeim jafnvel.12 Hver samræðueining textans er því einn „gestus“ meðal annarra á leiksviðinu, svo notað sé hugtak sem Bertolt Brecht lagði til grundvallar leikhúskenningum sínum.13 Samkvæmt þeim ber hvert atriði leiksýningar sem hefur táknlegt vægi ákveðinn „gestus“ og í samspili og togstreitu hinna ýmsu „gestusa“ felst aflvaki leiksins. Hinir „líkamlegu gestusar“ leiktextans felast alls ekki bara í sviðslýsingum heldur fylgja orðræðum leikara og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.