Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 63

Andvari - 01.01.1987, Page 63
ANDVARI SKAPANDl TRYGGÐ 61 sjálfu risi línunnar. En við höfum ekki efni á að halda slíkri íhaldssemi til streitu þegar um er að ræða hendingar sem eiga að fara eðlilega í leikrænni orðræðu. Stuðlun Hefur Helga þá lánast að skapa, bæði hvað form og áhrif varðar, jafngildi hinnar margrómuðu stakhendu Shakespeares? Þessu verður ekki svarað án þess að veita því eftirtekt að Helgi hefur eins og aðrir íslenskir Shakespeare- þýðendur gert sér erfitt fyrir að einu leyti. Ef við lítum aftur á aðra línuna í tilvitnun minni, þá sjáum við að á móti þeirri bragarlausung sem Helgi hefur leyft sér í kjölfarið á Shakespeare kemur raunar annars konar „íhaldsemi“ á íslenskt kveðskaparform. Síðustu tvö áhersluatkvæðin eru stuðluð: „saðning sinni“ (og fylgir raunar höfuðstafur í næstu línu, en það er þó ekki föst regla hjá Helga). Stuðlunin er íslensk viðbót við stakhendu Shakespeares og því ekki dæmi um það formlega jafngildi sem íslenskir þýðendur hans, og þá sérstaklega Helgi, sækjast eftir. Raunar kynnu þeir, sem vel þekkja til enskrar stakhendu en síður til íslenskrar kveðskaparhefðar, að halda íslenska þýðendur vera líkt og að hverfa aftur til hefðar sem hafði tíðkast snemma á Elísabetartímanum; þá var stakhenda gjarnan farartæki stuðla, en slíku var Shakespeare orðinn fráhverfur er hann tekur að semja verk sín.22 En hér verðum við að sjálfsögðu að dæma þýðinguna út frá íslenskri hefð en ekki enskri. Reglubundin ljóðstafasetning gerir þýðandanum óhægt um vik að endur- skapa þau áhrif sem Shakespeare nær með stuðlun þá sjaldan hann beitir henni, svosem til að hnykkja á einhverjum orðum eða ljá þeim ýmist lýrískan eða kaldhæðinn „gestus“ sem viðtakandi ræður þá í út frá samhenginu. Má nefna „slysalegt“ orðaval Kládíusar er hann kallar Geirþrúði brúði sína „our sometime sister“ (1.2.8). Þar sem hin stuðluðu orð kalla á athygli, minnir Kládíus okkur harkalega á að það er ekki ýkjalangt síðan hann var mágur konunnar. Dæmi um annars konar stuðlaða íróníu er að finna í þeirri ósk Gullinstjörnu til handa Hamlet að „Heaven make our presence and our practices / Pleasant and helpful to him“ (II.2.38-39). Hvorug íslenska þýð- ingin nær að endurskapa þann innantóma hátíðleika sem þannig er blásinn út (og báðir þýðendurnir hafa sleppt hinu mjög svo tvíbenta orði ,,practices“). Þessi vandi er þó fremur léttvægur fyrir þýðinguna í heild. Hið sama verður líklega ekki sagt um annan auðsæjan þýðingavanda sem fylgir ljóðstafasetningu: ,,stuðlanauðina“, ef við getum nefnt hana svo. Þessi íslenska regla er aukalegur áhrifavaldur um orðaval og þrengir kosti þýðand- ans í þeim efnum. Þó getur orðið enn afdrifaríkara ef ljóðstafir trana sér of
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.