Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1987, Side 66

Andvari - 01.01.1987, Side 66
64 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI þá sligar sektarfarg mitt áforms-aflið; eg líkist þeim, sem tvö verk á að annast, eg er á hvörfum, hvað ég fyr skal vinna, og gjöri hvorugt. (Matthías, bls. 198-199) Römm er mín synd, og sendir daun til himins, þunguð af heimsins elztu upphafs-bölvun, bróðurmorð. Allar bænir flýja mig, þó bænaþörfin sé jafn sár og girndin; hvert áform bugar þessi þunga sök; ég líkist manni, er tvöfalt verk skal vinna, á báðum áttum hvort skal hafið fyrr, og hefst ekki’ að. (Helgi, bls. 185) Sé litið á þessa texta með leikhæfi í huga kemur stór munur í Ijós. í fyrstu línu Matthíasar eru gustmikil orð látin vera stuðulberar og verða þau enn meira áberandi fyrir þá sök að seinna orðið (,,fýlan“) er lítið annað en endurteking þess fyrra, þótt nafnorð komi í stað lýsingarorðs. Vegna þunga þessara áherslna er lína Matthíasar við það að liðast í tvennt. Nákvæm greining hverrar línu mundi að sjálfsögðu leiða í ljós að oft þýðir Matthías prýðilega, en sú ójafna áferð, sem hlýst hér af glímu hans við stakhendu og stuðlun, einkennir alla þýðinguna. Önnur línan er næstum óhugsandi sem einlæg leiktjáning. Hún hefst á „frumbölvan“ sem er hátimbrað og ber höfuðstaf og jafnvel tvöfalda áherslu; síðan fylgir tvöfalt eignarfall og tvöföld stuðlun (h-u-e-h). Sama gildir um fimmtu línuna sem er tvöfalt stuðluð og sligast undan orðinu ,,áforms-aflið“. Þess má geta að í þriðju línunni er orðið ,,beðið“ tvírætt í lýsingarhætti, því viðtakendur kynnu út frá efnissamhengi að halda að konungur geti ekki haft hemil á sér; hann iði í skinninu að koma Hamlet fyrir kattarnef — sem er svosem ekki fjarri lagi! Fjórða, sjötta og sjöunda lína Matthíasar eru afbragðsvel þýddar. Þar leika stuðlarnir undir með pentajamba stakhendunnar í stað þess að taka af henni ráðin. Slíkar línur eru á sinn hátt fyrirboði um vinnubrögð Helga. í fyrstu línunni má sjá hvernig Helgi stuðlar með orðum sem eigi trana sér mjög fram og tekst því að halda þeim orðum, sem í aðalhlutverkum eru og túlka hugarástand konungs („rammur" og ,,daunn“), innan eðlilegra leikhæfi- marka. í annarri línu er hins vegar ekki úr vegi að láta stuðlana ýta undir með þeirri ítrekun sem felst í frumtextanum („elztu upphafs-“ fyrir „primal eldest“). í öðrum línum fellur stuðlun hins vegar jafnvel í hlut léttvægra orða, eins og „sé“ og „þessi“. í þriðju línu eru að sönnu veigamikil orð í stuðulhlut-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.