Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 66
64
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
þá sligar sektarfarg mitt áforms-aflið;
eg líkist þeim, sem tvö verk á að annast,
eg er á hvörfum, hvað ég fyr skal vinna,
og gjöri hvorugt.
(Matthías, bls. 198-199)
Römm er mín synd, og sendir daun til himins,
þunguð af heimsins elztu upphafs-bölvun,
bróðurmorð. Allar bænir flýja mig,
þó bænaþörfin sé jafn sár og girndin;
hvert áform bugar þessi þunga sök;
ég líkist manni, er tvöfalt verk skal vinna,
á báðum áttum hvort skal hafið fyrr,
og hefst ekki’ að.
(Helgi, bls. 185)
Sé litið á þessa texta með leikhæfi í huga kemur stór munur í Ijós. í fyrstu
línu Matthíasar eru gustmikil orð látin vera stuðulberar og verða þau enn
meira áberandi fyrir þá sök að seinna orðið (,,fýlan“) er lítið annað en
endurteking þess fyrra, þótt nafnorð komi í stað lýsingarorðs. Vegna þunga
þessara áherslna er lína Matthíasar við það að liðast í tvennt. Nákvæm
greining hverrar línu mundi að sjálfsögðu leiða í ljós að oft þýðir Matthías
prýðilega, en sú ójafna áferð, sem hlýst hér af glímu hans við stakhendu og
stuðlun, einkennir alla þýðinguna. Önnur línan er næstum óhugsandi sem
einlæg leiktjáning. Hún hefst á „frumbölvan“ sem er hátimbrað og ber
höfuðstaf og jafnvel tvöfalda áherslu; síðan fylgir tvöfalt eignarfall og tvöföld
stuðlun (h-u-e-h). Sama gildir um fimmtu línuna sem er tvöfalt stuðluð og
sligast undan orðinu ,,áforms-aflið“. Þess má geta að í þriðju línunni er orðið
,,beðið“ tvírætt í lýsingarhætti, því viðtakendur kynnu út frá efnissamhengi
að halda að konungur geti ekki haft hemil á sér; hann iði í skinninu að koma
Hamlet fyrir kattarnef — sem er svosem ekki fjarri lagi!
Fjórða, sjötta og sjöunda lína Matthíasar eru afbragðsvel þýddar. Þar leika
stuðlarnir undir með pentajamba stakhendunnar í stað þess að taka af henni
ráðin. Slíkar línur eru á sinn hátt fyrirboði um vinnubrögð Helga. í fyrstu
línunni má sjá hvernig Helgi stuðlar með orðum sem eigi trana sér mjög fram
og tekst því að halda þeim orðum, sem í aðalhlutverkum eru og túlka
hugarástand konungs („rammur" og ,,daunn“), innan eðlilegra leikhæfi-
marka. í annarri línu er hins vegar ekki úr vegi að láta stuðlana ýta undir með
þeirri ítrekun sem felst í frumtextanum („elztu upphafs-“ fyrir „primal
eldest“). í öðrum línum fellur stuðlun hins vegar jafnvel í hlut léttvægra orða,
eins og „sé“ og „þessi“. í þriðju línu eru að sönnu veigamikil orð í stuðulhlut-