Andvari - 01.01.1987, Side 82
80
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
ANDVARI
í samræmi við þetta reyndu nokkur skáld að leysa upp hina hefðbundnu
formgerð og koma skáldskapnum úr stöðu viðfangs er tæki við merkingar-
forða eins og diskur við súpu. Ný myndtækni varð til í Ijóðlistinni, eða öllu
heldur, undantekningar urðu að reglu. Líkingamálið varð sértækara en áður
og öflugri áhersla lögð á myndliði, komið í veg fyrir ótvíræðan skilning. Enn
má vitna í Einar Braga en hann sagði í Birtingi árið 1955:
Samlíkingin hefur um aldir verið ( og er það kannski enn) langalgengasta aðferð
skáldanna við að klæða yrkisefnið ljóðmynd sinni; þar af kemur hið hvimleiða eins og,
eins og . . . Nútímaskáld erlend og hérlend leitast við að gera veruleika ljóðsins
sjálfstæðari en áður, óháðari hinum ytri veruleika, koma á beinu sambandi lesandans
við veruleika ljóðsins með því m.a. að sleppa samanburðarorðum og snúa sér beint að
myndinni.6
í verkum nýskáldanna eru tengslin við raunheiminn oft rofin með djörfum
hætti, kenniliðir numdir á brott og myndmál skapað sem fremur höfðar til
skynjunar en skilnings. Það er ekki til skrauts eða útskýringar heldur býr það
yfir „sjálfstæðu“ lífi, sértækri spennu sem gefur ímyndunarafli lesandans
lausan tauminn. í þessum verkum skiptir táknmyndin oft meira máli en það
sem táknað er; tungumálið er leyst úr viðjum vanabundins tilgangs, sam-
þykktar reglur þverbrotnar, merkingu þokað í skugga og hljómrænar eigindir
settar í forgrunn; ljóðinu er ætlað að vera sértæk, fullvalda mynd.
Skáld og myndlistarmenn áttu samleið. Pó er ljóst að hin nýja fagurfræði
varð til muna öflugri eða djúptækari í myndlist en skáldskap hérlendis.
Ástæðurnar eru margar að mínum dómi. í fyrsta lagi var bókmenntahefðin
óhemjulega sterk, skuggi hennar lengri en orðum tók og torvelt undan að
komast. Af þeim sökum átti módernismi erfitt uppdráttar og á enn, varð til
dæmis ekki að stefnumarkandi afli í prósa fyrr en á 7unda áratugnum. í öðru
lagi var bókmenntaumræðan heldur yfirborðskennd og náði sjaldnast til
grundvallaratriða. Formbylting Ijóðskáldanna var líka stundum í skötulíki,
vensl þeirra við hefðina margháttuð. Fæst gengu lengraz raun en að afmynda
kunnuglegan veruleika á táknlegan eða súrrealískan hátt, yrkisefnið sótt í
daglega umræðu eða landslag borgar og sveitar. Eins og í eldri bókmenntum
líktust vensl veruleika og skáldmáls sambandi húsbónda og þjóns. Skáld-
skapurinn var eftir sem áður undirskipaður valdi og fyrirskipunum ytri tákn-
kerfa. Þetta á reyndar einnig við um ýmsa frumkvöðla nýja málverksins,
menn eins og Þorvald Skúlason. Spyrja má hvort orsökin sé ekki fremur falin
í skorti á hugmyndafræði en séríslenskum anda eins og stundum er haldið
fram: vitrænan grundvöll hafi vantað. Höfuðástæða þess að íslenskir málarar
komust lengra til hins sértæka en skáldin — almennt séð — er hins vegar