Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 82

Andvari - 01.01.1987, Page 82
80 MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON ANDVARI í samræmi við þetta reyndu nokkur skáld að leysa upp hina hefðbundnu formgerð og koma skáldskapnum úr stöðu viðfangs er tæki við merkingar- forða eins og diskur við súpu. Ný myndtækni varð til í Ijóðlistinni, eða öllu heldur, undantekningar urðu að reglu. Líkingamálið varð sértækara en áður og öflugri áhersla lögð á myndliði, komið í veg fyrir ótvíræðan skilning. Enn má vitna í Einar Braga en hann sagði í Birtingi árið 1955: Samlíkingin hefur um aldir verið ( og er það kannski enn) langalgengasta aðferð skáldanna við að klæða yrkisefnið ljóðmynd sinni; þar af kemur hið hvimleiða eins og, eins og . . . Nútímaskáld erlend og hérlend leitast við að gera veruleika ljóðsins sjálfstæðari en áður, óháðari hinum ytri veruleika, koma á beinu sambandi lesandans við veruleika ljóðsins með því m.a. að sleppa samanburðarorðum og snúa sér beint að myndinni.6 í verkum nýskáldanna eru tengslin við raunheiminn oft rofin með djörfum hætti, kenniliðir numdir á brott og myndmál skapað sem fremur höfðar til skynjunar en skilnings. Það er ekki til skrauts eða útskýringar heldur býr það yfir „sjálfstæðu“ lífi, sértækri spennu sem gefur ímyndunarafli lesandans lausan tauminn. í þessum verkum skiptir táknmyndin oft meira máli en það sem táknað er; tungumálið er leyst úr viðjum vanabundins tilgangs, sam- þykktar reglur þverbrotnar, merkingu þokað í skugga og hljómrænar eigindir settar í forgrunn; ljóðinu er ætlað að vera sértæk, fullvalda mynd. Skáld og myndlistarmenn áttu samleið. Pó er ljóst að hin nýja fagurfræði varð til muna öflugri eða djúptækari í myndlist en skáldskap hérlendis. Ástæðurnar eru margar að mínum dómi. í fyrsta lagi var bókmenntahefðin óhemjulega sterk, skuggi hennar lengri en orðum tók og torvelt undan að komast. Af þeim sökum átti módernismi erfitt uppdráttar og á enn, varð til dæmis ekki að stefnumarkandi afli í prósa fyrr en á 7unda áratugnum. í öðru lagi var bókmenntaumræðan heldur yfirborðskennd og náði sjaldnast til grundvallaratriða. Formbylting Ijóðskáldanna var líka stundum í skötulíki, vensl þeirra við hefðina margháttuð. Fæst gengu lengraz raun en að afmynda kunnuglegan veruleika á táknlegan eða súrrealískan hátt, yrkisefnið sótt í daglega umræðu eða landslag borgar og sveitar. Eins og í eldri bókmenntum líktust vensl veruleika og skáldmáls sambandi húsbónda og þjóns. Skáld- skapurinn var eftir sem áður undirskipaður valdi og fyrirskipunum ytri tákn- kerfa. Þetta á reyndar einnig við um ýmsa frumkvöðla nýja málverksins, menn eins og Þorvald Skúlason. Spyrja má hvort orsökin sé ekki fremur falin í skorti á hugmyndafræði en séríslenskum anda eins og stundum er haldið fram: vitrænan grundvöll hafi vantað. Höfuðástæða þess að íslenskir málarar komust lengra til hins sértæka en skáldin — almennt séð — er hins vegar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.