Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 86
84
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
ANDVARI
Myndmálið sem verið hafði undirskipað varð að ríkjandi listbragði, rímið og
bragurinn tóku að þjóna hinu myndræna. Samtímis breyttust hugmyndir
manna um bókmenntagildi. Rímararnir breyttust úr skáldum í hagyrðinga.
Jónas kom í stað Sigurðar Breiðfjörð sem merkisberi hins bókmenntalega.
Þessar hugmyndir hafa þann annmarka að þær slíta skáldskapinn úr
tengslum við sálarlíf og samfélag. Ennfremur byggjast þær á full mikilli trú á
hreint bókmenntagildi. Málin eru flóknari. Bókmenntaþróun er ævinlega
andsvar við veruleika sem náð hefur skáldskapnum á vald sitt. Hún birtir þrá
og vöntun í senn. Er tilraun til að skapa orðinu sérstöðu og leggja heiminn
undir vald þess. Formlegar breytingar eru aðeins afleiðing.
Ennfremur: Afdráttarlaus skipting hins sértæka og hlutstæða er hæpin
innan bókmennta þótt hún sé réttlætanleg í málaralist. í raun bendir „mikill“
skáldskapur ætíð í tvær áttir eins og dæmið úr Magnúsarkviðu sýndi. Mið
hans er klofið, tvísæið eðli hans. í því er bókmenntagildið fólgið en ekki
einstökum listbrögðum. Hlutfall hinna andstæðu hneigða er mismunandi
eftir tímabilum en á umrótsskeiðum er því jafnan raskað. Þá virðast bók-
menntirnar teygjast til beggja skauta í senn — lengra en hefðin leyfir. Það
gerðist um og upp úr 1950 í íslenskum skáldskap.
3
Orð á pappír er frábrugðið lit á lérefti. Hvorki alveg sértækt né alveg
hlutstætt. Það er ennfremur hlaðið ópersónulegri merkingu sem það kemst
aldrei með öllu undan. Tungumál bókmenntanna geymir fyrirmyndir og sögu
í mun ríkari mæli en litur og lína. Það vísar aftur fyrir sig til mál- og
textahefðar, einnig út á við til nafnheimsins. Þótt höfundi takist að draga fram
sérkenni orðanna-sem-fyrirbæra getur hann ekki rofið þessi tengsl til fulls
með öðru en þögn. Af þeim sökum er hrein, sértæk formlist óhugsandi í
skáldskap. Hann er ávallt, að meira eða minna leyti, andsvar við eða túlkun á
öðrum bókmenntum. Þetta birtist einkar skýrt í því skáldverki eftirstríðsár-
anna sem kemst næst því að vera hrein formlist, þ.e. Tímanum og vatninu eftir
Stein Steinar, verki sem hefur þann yfirlýsta tilgang að merkja ekki annað en
sjálft sig. Einkunnarorð við fyrstu útgáfu ljóðabálksins voru þannig hin fræga
yfirlýsing McLeish að „ljóð eigi ekki að merkja heldur vera“. „Ef vér sem
lesendur,“ segir Kristján Karlsson, „göngum að þessu, sjáum vér, að flokk-
urinn stefnir í tveimur síðustu kvæðunum að lýsingu fullkomins skáldskapar
samkvæmt eigin eðli: skynjun í þögn, þ.e. kvæðum, sem eru en merkja ekki.
Skáldið afneitar ekki lífinu, heldur er það orðið honum algert einkamál. Einu
kvæði lengra og hin auða síða myndi blasa við1411. Lengra verður og vart
gengið en í næstsíðasta kvæðinu: