Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 108

Andvari - 01.01.1987, Qupperneq 108
106 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI Brandur er ekki dæmi um presta eins og höfundurinn þekkir þá í samtíma sínum heldur eins og hann vill að þeir séu. Hann er settur þeim sem viðmiðun og sú viðmiðun felst einkum í því að hann tekur áhættu, hann er reiðubúinn til þess að leggja mikið í sölurnar fyrir heill mannsins hér og nú. Trúverðugleiki hans felst ekki í því að hann sé trúr játningunum eða að hann sé mikill ræðuskörungur heldur hinu að hann er reiðubúinn til þess að leggja jafnvel allt í sölurnar fyrir hina smæstu. Sú gagnrýni á presta og kirkju sem kom fram hjá Georg Brandes var mun harðskeyttari. Gagnrýni raunsæisskálda á meginlandinu var almennt mjög hörð í garð kirkjunnar og hafði af skiljanlegum ástæðum áhrif á þá mynd sem þeir draga upp af prestunum. Þótt áhrif Brandesar hafi verið mikil hér á landi skömmu fyrir aldamótin síðustu og uppúr þeim og kirkjugagnrýni þeirra skálda sem fyrir mestum áhrifum urðu hafi verið beinskeytt, þá var hún þó léttvæg miðað við það sem átti sér stað á meginlandinu. Hin óvægna gagnrýni raunsæisskáldanna hér á landi var þó ný og tímanna tákn í þjóðfélagi á þröskuldi mikilla breytinga í þjóðlífi sem um aldir hafði verið í föstum skorðum.7 Kirkjan og þar með prestarnir standa að þeirra mati í vegi fyrir framförum. Skáldin voru ekki ein um þessa gagnrýni, hún var sannarlega til staðar meðal prestanna sjálfra (sbr. sr. Matthías o.fl.). Hér voru á ferð margvíslegir straumar frá útlöndum: ný viðhorf í biblíurannsóknum og þar með til trú- verðugleika Biblíunnar, ný viðhorf í félagsvísindum (Marx), í sálarfræði (Freud), heimspeki (Nietzsche) og náttúruvísindum (Darwin). Svo eitthvað sé talið. Allt finnur þetta farveg í Brandesarismanum og berst hingað til lands meðal annars með þeim skáldum, sem höfðu orðið fyrir áhrifum af honum. En þar voru fremstir í flokki þeir Verðandimenn. Ritið Verðandi (1882) er talið marka upphaf raunsæisstefnunnar hér á landi í bókmenntum8. Stúdent- ar, sem höfðu hlustað á Brandes í Kaupmannahöfn og þekktu hann og fluttu áhrif hans hingað til lands, voru einkum Verðandimenn, Gestur Pálsson, Einar Hjörleifsson, Hannes Hafstein og Bertel E.Ó. Þorleifsson. A þessu tímabili virðist svo við fljótlega athugun að þeir prestar sem fá ,,jákvæða“ umfjöllun skáldanna séu undantekningar og settir sem eins konar ögrun við presta almennt. Þetta á t.d. við um Brand eins og áður var vikið að. Hann er ekki dæmigerður prestur í verkum raunsæisskáldanna heldur undantekningin, sem ætlað er að sanna regluna. Spyrja mætti hvort ,,ögrun“ af þessu tagi sé ekki þegar allt kemur til alls vitnisburður um vilja raunsæis- skálda hérlendis til siðbótar— líka innan kirkjunnar. Að baki býr sem sagt spurningin og um leið vonarneistinn: hvers vegna geta prestar ekki almennt verið heilsteyptir menn í orði og verki eins og t.d. Brandur? Mikilvægt er að hafa í huga þjóðfélagslega stöðu prestanna á þessum tíma a.m.k hér á landi sem var ekki með öllu sambærileg við það sem gerðist í nágrannalöndunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.